Ég er búinn að vera prufunotandi á Snjallsjónvarpi Símans síðustu vikur og er eins og kemur framm í þessari færslu gríðarlega ánægður með það sem ég hef séð. Strax við útgáfu 1.0 af Snjallsjónvarps appinu var kominn mynd á appið sjálft, flest allt virkaði og gerði það vel.
Hvað er snjallsjónvarp Símans?
Í mjög stuttu máli þá getur notandi sótt sér app á Android eða iOS símann sinn eða spjaldtölvu og horft þar á sjónvarpið í beinni, farið á leiguna eða horft á frelsið. Vitanlega sjást bara þær stöðvar sem viðkomandi notendi er áskrifandi að, sama og sést í sjónvarpi.
Hvað kostar Snjallsjónvarp Símans?
Fyrstu þrír mánuðir eru ókeypis en eftir það er mánaðargjaldið 490kr á mánuði sem að mínu mati er gjöf en ekki gjald. Innifalið er þá afnot af þjónustunni fyrir allt að 5 snjalltæki per áskrfit. Notendandi sem sagt borgar eitt mánaðargjald og getur sett appið upp á 5 snjalltækjum hjá fjölskyldumeðlimum.
Hvernig og hvar virkar þetta?
Appið er hraðvirkt og verður það líklega enn betra nú þegar það er “officially” komið í loftið en appið spilar allt efni í fullum skjá (full screen). Ef smellt er á beina útsendingu þá koma upp valmöguleikar eins og hér að neðan þar sem hægt er að spóla áfram/aftur eða skipta á milli stöðva.
Þegar ég var staddur heima hér mér og ræsti streymi (beinni, bíómynd eða þátt) þá tekur yfirleitt ekki nema 3-5 secúndur fyrir streymið að byrja sem er mjög gott miðað við að ég bý á “jaðarsvæði”. Er sem sagt rétt utan við þéttbýli og næ aðeins um 8 MB/s niður og 0.7 MB/s frá mér.
Annað sem mér fannst nokkuð merkilegt er að þegar ég prófaði þetta staddur úti í bæ og yfir 3G, þá virkaði þetta alveg jafnvel en var vitanlega nokkrum sekúndum lengur að hefja afspilun.
Bæði ég og aðrir fjölskyldumeðlimir hafa prófað appið mikið og er athyglivert að geta sagt að ekkert okkar höfum lent í að appið hrinji eða að einhver vandræði eins og skipp/lagg hafi komið á afspilun. Þetta hefur sem sagt alltaf virkað fumlaust og jafnvel þó svo að ég hafi verið með sjónvarpið í gangi og snjallTV appið á þremur snjalltækjum á sama tíma.
– Mjög líklega þarf að endurræsa myndlykil áður en snjalltæki geta verið pöruð við myndlykilinn.
Smelltu hér til að sækja appið fyrir iOS og fyrir Android en það virkar á eftirfarandi tækjum.
- Android síma eða spjaldtölvu með stýrikerfi 2.3.3 eða nýrri útgáfu.
- iPhone, iPad eða iPod-Touch með iOS 6 eða nýrri útgáfu.
5 athugasemdir
Það er óþarfi að rukka fyrir þetta finnst mér.
Sem neytandi er ég 100% sammála þér þar sem við erum að borga fyrir leigu á myndlykli og þetta bara viðbótarþjónusta.
Án þess að ég hafi hugmynd um málið þá gef ég mér að Síminn þurfi að borga rétthöfum eitthvað fyrir að fá að sýna efnið á símtækjum og spjaldtölvum og þess vegna kosti þetta…. Ég skal athuga hvort ég fái einhver viðbrögð frá Símanum
Er búinn að para 3 tæki & Sky News næst bara í 1 þeirra, bara hljóð í hinum…
Ég hef ekki lent í þessu brasi sjálfur… nema á fyrstu spjaldtölvunni sem ég prófaði an það var 16 þúsund króna Android spjaldtölva sem bara virkaði alls ekki þó svo að speccalega hún ætti að virka.
Ertu búinn að heyra í Símanum útaf þessu?
Sæll Einar,
Sky ætti að vera komið í lag núna. Fundum smá bögg sem kom þó bara fram á nokkrum tækjum. Þetta ætti að virka núna.