„Ég er alveg að gefast upp á símanum mínum“
Hef látið þennan frasa nokkrum sinnum út úr mér. En þó sérstaklega undanfarið þar sem Samsung Galaxy S2 síminn minn er farinn að láta heldur undarlega. Ég get ómögulega skilgreint hvernig undarlega, bara undarlega.
Ég lét þennan frasa falla nýlega í samtali við vin minn. „Þú ert alltaf að skipta um síma“ fékk ég í andlitið í framhaldinu. Þar sem ég er vanur að heyra þennan frasa í gegnum tíðina samþykkti ég þetta þegjandi, jafnvel þótt að minn núverandi sími sé ríflega 2 ára gamall og hefur reynst mér einstaklega vel.
Ástæða þess að ég samþykkti tilsvar vinar míns þegjandi er sú að ég hef átt all nokkra síma í gegnum tíðina (sjá lista hér að neðan), þótt saga mín sé ekki jafn löng og hjá Lapparanum en þó næstum vandræðalega löng. Þó er það ekki eins og hún sé vörðuð af Nokia 9000 Communicator, iPhone eða Motorola Droid. Símarnir voru flestir í low-end klassanum, ódýrir símar og kannski þess vegna sem ég skipti svo ört.
En allt þetta hófst með Nokia 5110 síma sem ég eignaðist 1998 líkt og ég kom að í fyrri pistli.
Það sem hinsvegar kemur ekki fram á þessum lista eru símtæki sem ég hef haft í fórum mínum vegna vinnu en við það bætast við einhver til viðbótar.
Ég get ómögulega rakið söguna eftir ákveðinni tímalínu þar sem þetta rennur aðeins saman en birti þess í stað bara þann lista sem ég man eftir í engri sérstakri röðun.
Það sem sést þó bersýnilega er að ég virðist hafa átt í nettu ástarsambandi við Nokia, gæti hafa verið uppvaxtarár mín í stígvélum frá sama framleiðanda. Eitt er þó víst, Nokia menn hafa ekki alltaf framleitt fallegustu símana á markaðinum.
Hver er þín farsímasaga?
Allar myndirnar eru fengnar héðan