Heim ÝmislegtFyrirtæki Windows 8.1 – Fyrirtæki með Volume License samning

Windows 8.1 – Fyrirtæki með Volume License samning

eftir Jón Ólafsson

Hér ætla ég að renna yfir hvernig fyrirtæki með Microsoft samning (VL) geta nálgast Windows 8.1 uppfærsluna strax í dag. Samningsformin eru vitanlega æði misjöfn en mig grunar að þessu sé svipað háttað hjá flestum.
Ég tók saman í sér færslu hvað Windows 8.1 kemur til með að kosta einstaklinga og hvernig þeir geta nálgast uppfærsluna í sér færslu.

Hingað til hafa þeir sem eru með Microsoft leyfissamning (hér eftir VLC sem stendur fyrir Volume License Client) getað nálgast hugbúnað á VLSC (Volume Licensins Service Center) síðu hjá Microsoft aðeins nokkrum dögum eftir RTM (tilbúin lokaútgáfa). Þannig hafa fyrirtæki stór og smá alltaf fengið nýjustu útgáfu af þeim hugbúnaði sem þeir eru með í samning strax og hann er tilbúinn en það breyttist með Windows 8.1.

 

Margir hafa gert lítið úr þessu og bent skrár sem fljóta um netið en þannig vinna ekki fyrirtæki.

 Ég ætla sem sagt að sækja ISO af TechNet (Official) og setja upp með leyfi af Microsoft samning og ég vill gera þetta strax til þess að sannreyna að öll innri kerfi virki þegar notendur streyma inn með Windows 8.1 BYOD tæki í vinnuna.

 

Þó svo að Windows 8.1 leyfislyklar séu komnir á VLSC síðu þá er hugbúnaðurinn (ISO) ekki kominn þangað. Microsoft hafa áður gefið út að VLC fái aðgang að RTM útgáfu af Windows 8.1 á sama tíma og “venjulegir” notendur eða 18 oktober sem olli töluverðum vonbrigðum hjá mörgum hjá fyrirtækjum. Microsoft hefur aðeins dregið í land en samt með vissum skilyrðum sem ég ætla að renna lauslega yfir en ég er ekki með aðgang að skólasamning (með DreamSpark Premium /MSDN AA Dev) núna þannig að þetta miðar bara við hefðbundin fyrirtæki.

 

Ef fyrirtæki erum með Software Assurance (SA hér eftir) þá geta þau gert TechNet áskrift virka, sótt Windows 8.1 Enterprise og notað leyfislykla sem eru á VLSC portal. Ég prófaði þetta í gærkvöldi sem Admin hjá einu fyrirtæki.

  • Ef þú veist TechNet Plus Direct áskriftarleyfið sem SA veitir þá geturðu farið beint í skref 5
  • Ef þú ert með virkar TechNet notenda og með niðurhaldréttindi þar þá geturðu farið beint í skref 7
  • Ef þú ert búinn að sækja Windows 8.1 Enterprise RTM… þá skaltu hætta að slæpast hér..

 

Skref 1

Skrá inn á VLSC síðuna, smella á SA og velja TechNet Plus Direct áskrift

1

 

Skref 2

Þar er samningsnúmer (Licensins ID) valið úr lista.

2

 

 

Skref 3

Síðan þarf að skrá notenda sem fær áskriftina en yfirleitt er bara einn admin á VLSC samning og sér hann um þetta.

Þegar búið er að virkja TechNet Plus Direct þá kemur það undir Active Benefits.

Þá þarf að smella á það úr listanum

3

 

 

Skref 4

Þá kemur yfirlitsmynd þar sem ma. hægt er að sjá fjölda áskrifta ásamt subscription ID sem er lykillinn að þessu

4

 

Þá er búið að virkja áskrift og finna áskrift af TechNet sem SA veitir og vert að verðlauna sig með kaffi.

 

 

Næsta skref er að fara á Technet síðu Microsoft til að setja nýju SA áskriftina þína inn í TechNet og sækja síðan Windows 8.1 Enterprise

 

Skref 5

Smelltu hér til að fara í reikningsstillingar á TechNet  og þar er smellt á “add an existing subscription

5

 

 

Skref 6

Þar fyllir þú út nafn, netfang og áskriftarnúmer sem fékkst í skrefi 4 hér að ofan

 

6

 

 

Skref 7

Smelltu hér til að sækja hugbúnaðinn en Windows 8.1 Enterprise er líklega efst undir Windows.

 

7

 

 

 

Þá ertu með allt sem þið gæti vantað til að setja upp Windows 8.1 Enterprise (RTM) en til að sýna að þetta virkaði þá er hér skjáskot af einni vél hjá mér.

 

8

 

Til að taka þetta saman þá sótti ég Windows 8.1 Enterprise af TechNet og  setti inn VL leyfið sem fyrirtækið átti til á VLSC með SLMGR (e. Software Livensing Management)
dæmi   “slmgr.vbs -ipk ACB87-ACB87-ACB87-ACB87-ACB87”

 

Byggt á þessum upplýsingum frá ZDNet

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira