Fyrr á þessu ári komst “stríðið” milli Google og Microsoft í nýjar hæðir þegar Google hætti ma að nota EAS fyrir tölvupóst og lokaði fyrir aðgang Windows Phone notenda að öllum sínum þjónustum eins og ég fjalla um hér.
Um tíma virkuðu þjónustur eins og Google maps ekki í vafra á WP síma sem síðan var tekið aftur. Google breytti aðgangi að Gmail í gegnum vafra þannig að WP notendur fengu upp (foxljótt) HTML viðmót og upplyfun því æði takmörkið.
Gríðarlega furðulegar og lélegar ákvörðanir enda bitnaði þetta nær eingöngu á Google notendum sem hittir svo á að séu með WP síma. Eitthvað virðist Google vera að draga í land hver svo sem ástæðan er. Samkvæmt tilkynningu á Google blogginu sem birt var í gær er búið að uppfæra UI fyrir Gmail fyrir Feature Phone og þá virkar Windows Phone líka.
People use all sorts of devices to access Gmail: their web browser, smartphone, tablet and, in many parts of the world, their feature phone. For those of you who use a feature phone to access Gmail on the go, starting today you’re getting a brand new look that’s faster and easier to use.
You’ll get a number of improvements that reduce the number of button presses required to read, reply and compose emails. For example, you can reply directly to a message from the thread view, you can choose to move to the previous or next conversation, and much more.
Hver svo sem ástæðan er þá er þessi litla breyting ekki til þess að ég færi mig frá Outlook.com
Heimild