Þó svo að ég sé endalaust pirraður á því hversu erfitt virðist vera fyrir stórfyrirtæki að forrita öppin sín fyrir WP og Win8 þá verð ég að hrósa Símanum fyrir nýjung sem ég rakst á í dag.
Windows Phone að selja vel
100.000.000 virkir Windows 8 notendur
Síminn virðist vera að hefja þjónustu í Nóvember sem ég er mjög spenntur fyrir en svo virðist sem allir rásir sem notandi er með í áskrift ásamt leigunni verða aðgengilegt í þessu appinu.
Á næstunni fá notendur Sjónvarp Símans nýtt app fyrir bæði iOS og Android með samskonar viðmóti og í sjónvarpstækinu. Þá getur þú horft á dagskrá sjónvarpsstöðvanna og Frelsið eða valið úr fjölda titla til leigu hvar og hvenær sem er.
Ef appið væri til á Windows 8 þá gætu allar Windows 8 tölvur heimilins notað þjónustuna. Ég býð því spenntur eftir tilkynningu frá Símanum með fullann Windows 8 sem og Windows Phone stuðning fyrir september lok. #broskall