Til að útskýra fyrir lesendum hvaða reglum við hér á Lappari.com fylgjum varðandi umsagnir og greinaskrif, þá tókum við eftirfarandi saman. Aðallega er þetta til útskýringa fyrir ykkur og til þess að tryggja áframhaldandi hlutleysi gagnvart sölu- og umboðsaðilum.
Lappari.com er í einkaeigu og hefur þann tilgang að fjalla um það sem okkur finnst áhugavert á hverjum tíma ásamt því að fjalla um tól og tæki (aðallega til að svala tækjafíkn okkar). Við munum mögulega birta fréttir og/eða fréttatilkynningar sem okkur eru sendar, útbúa leiðbeiningar eða birta annað efni sem okkur þykir áhugavert og viljum vekja athygli á.
Reglur
- Það hefur aldrei og mun aldrei verða launaður starfsmaður við skrif á Lappari.com…
>> Allt er unnið í sjálfboðastarfi af áhugamönnum (nördum)
. - Lappari.com hefur aldrei og mun aldrei þiggja greiðslur fyrir greinaskrif eða umfjallanir, ef það mun gerast þá skal það tekið fram í upphafi færslunar.
>> Þetta á við um hvaða greiðslur sem er, hvort sem þær eru í formi peninga eða búnaðar.
. - Allur búnaður sem er prófaður skal skila aftur til endursöluaðila/umboðs í sama ástandi og hann var þegar hann kom eins fljótt og auðið er.
>> Ítreka að bannað er að þiggja viðkomandi tæki sem gjöf/greiðsla….
. - Mögulegt er að styrkja vissa liði eins og leiðbeiningar, föstudagsviðtalið o.s.frv. en ávallt á þann veg að viðkomandi liður haldist óbreyttur frá því sem hann var fyrir styrk viðkomandi fyrirtækis.
>> Það mun ávallt koma skýrt fram ef viðkomandi liður er styrktur af einhverju fyrirtæki.
. - Eina undantekningin frá skilum á búnaði er að Lappari.com ber ekki ábyrgð á þeim tækjum sem hann fjallar um.
>> Sem áhugamannasíða þá höfum við enginn úrræði til að bæta mögulegt tjón sem getur orðið við sendingar eða prófanir.
. - Allir pistlahöfundar hafa fullt ritstjórnarleyfi, þetta þýðir að allt efni sem þeir birta bera þeir sjálfir ábyrgð á og þurfa að standa og falla með því. Þeir eru því óritskoðaðir með þeim fyrirvara þó að ritstjórn les efnið yfir og gætir þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif.
Ritstjórnarstefna Lappari.com tekur því á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara frjálst val varðandi efni og efnistök.
Högun umsagna
- Hér útskýrum við betur hvernig við gefum tækjum einkunnir.
- Við reynum að forðast samanburð við milli stýrikerfa eins og hægt er. Þetta gerum við til þess að forðast að persónulegt mat okkar á viðkomandi stýrikerfi liti umfjöllun ásamt því að umfjallanir missa trúverðuleika og verða ómarkvissar ef samanburðurinn er ekki tæmandi.
- Við berum því Windows helst ekki saman við Linux/MacOS eða Windows Phone saman við Android/iOS ef mögulegt er að forðast það.
>> Þetta gerum við sérstaklega til að reyna að losna við „FanBoy-isma“ úr umfjöllunum. - Einkunnir eru persónulegt mat okkar og eins og fyrr segir eru þær byggðar á samanburði við önnur tæki sem helst keyra á sama stýrikerfi.
>> Þannig geta lesendur fengið upplýsta umfjöllun og einkunn sem er byggð á upplifun, verði, hönnun og kostum viðkomandi tækis samanborið við önnur sambærileg tæki. Að okkar mati er þetta gagnlegra en samanburður milli kerfa og samanburður á 20 og 120 þúsund króna tæki. - Þeir sem skrifa á Lappari.com er frjálst að fjalla um allar gerðir af tæknibúnaði og stýrikerfum án afskipta frá ritstjórn.
- Lappari.com einbeitir sér þó að Windows stýrikerfinu og er það val eigenda vegna vinnu og áhugasviðs.
ATH þegar sagt er “Lappari.com“… er átt við eiganda vefsíðu sem og ritara viðkomandi greinar.
Útgáfa 1.3 (03.11.2016)
Útgáfa 1.2 (06.12.2013)
Útgáfa 1.1 (28.08.2013)
Útgáfa 1.0 (23.08.2013)