Heim Ýmislegt Instagram – deilda myndböndum

Instagram – deilda myndböndum

eftir Jón Ólafsson

Instagram gaf í dag út uppfærslu fyrir iOS og Android sem gerir notendum kleift að setja inn 15 sekúnda myndbönd til viðbótar við ljósmyndir. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá notendum þó svo að sumum þyki 15 sekúndur vera full langt en það er víst alltaf hægt að kvarta yfir öllu.

Hvað sem því líður þá má telja víst að þessi breyting er gerð til að keppa við Vine sem hefur notið töluverðar vinsældar síðan það kom í byrjun árs. Með Vine sem er í eigu Twitter geta notendur hlaðið upp 6 sekúnda myndböndum en ekki ljósmyndum.

 

Instance (áður Itsdagram) er skemmtilegt Instagram app fyrir Windows Phone sem virkar sambærilega og appið frá Instagram fyrir iOS og Android. Með Instance er hægt að taka myndir, breyta þeim og síðan hlaða beint upp á Instagram og Facebook. Hönnuður Instance gefið til kynna að uppfærsla sé væntanlegt fyrir appið.

 

 

Samkvæmt Daniel er nú hægt að skoða Instagram myndbönd í appinu og vonast hann til þess að hægt verði að hlaða upp myndböndum mjög fljótlega.

 

 

Til viðbótar get ég bætt við að hönnuður 6sek segir að hann muni bæta við möguleikanum að hlaða 6 sekúnda myndböndum á Vine og Instagram á sama tíma út 6sek.

 

 

Spennandi timar framundan og gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira