Heim MicrosoftWindows Mobile Vine á Windows Phone – Uppfært

Vine á Windows Phone – Uppfært

eftir Jón Ólafsson

Vine er snjallsíma app sem gefið er út af Twitter og snýst um að taka 6 sekúnda myndbrot sem spilast svo endalaust aftur og aftur eins og gif mynd. Hægt er að deila myndbandinu á Twitter og Facebook og auðvitað er hægt að nota #hashtag. Segja má að Twitter voni að Vine muni gera það sama fyrir myndbandsupptöku og Instagram gerði fyrir ljósmyndun.

Vine kom fyrst á markað í janúar og þá eingöngu út fyrir iOS en núna í byrjun júní kom Vine útgáfa fyrir Android. Ekki er enn kominn Vine útgáfa frá Twitter sem virkar á Windows Phone en sem betur fer eru góðir forritarar sem þróa forrit fyrir Windows Phone. Eins og við sjáum með Instance  og Swapchat þá eru þessir forritara duglegir að bæta fyrir hversu seint forrit berast okkur Windows Phone notendum.

Núna er til dæmis komið Vine app sem heitir 6sek.

 

1  2  3

 

6sek er enn í lokaðri prufu sem Lappari.com var að fá aðgang að þannig að vitanlega munu birtast fréttir hér þegar appið verður komið í markað.

Þeir sem eru í Beta prufunum eða langar að senda mér Vine skilaboð þá er best að senda á @LappariCom á Twitter!

 

Myndir teknar af Windows Observer

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira