Ég veit ekki með ykkur en börnin mín eru mjög dugleg að fara í símann minn þegar ég er ekki að horfa. Ég er einn af þeim heppnu sem hefur lent í því að barnið mitt opnaði tölvupóstinn minn og náði að svara vinnupósti með einhverju bulli. Sem bestur fer olli þetta ekki vandræðum í þetta skipti.
Windows Phone 8 leysir þetta með nýung sem heitur barnahornið (e. Kids Corner) en þetta virkar þannig að þegar ég læsi símanum með leyniorði þá geta börnin komist í barnahornið en þar eru bara þau forrit sem ég ákveð og ekkert annað. Þau komast ekki í stillingar símans (breyta viðmóti, símhringingu o.s.frv.), tölvupóst, Windows Store o.s.frv.
Hér er myndband sem sýnir Barnahornið vel:
Til að virkja Barnahornið þá fylgir þú þessum einföldu leiðbeiningum
- Heimaskjá, strýkur til vinstri og finnur Settings > Kid´s Corner
- Við fyrstu uppsettningu er smellt á NEXT og þar velur þú hvaða Leiki, Video, Tónlist eða Öpp börnin meiga nota.
- Síðan er smellt á next og þar næst á Finish
Uppsetningin er svona einföld eins og sést í þessu myndbandi
Þetta er frábær nýung að mínu mati sem hefur slegið í gegn á mínu heimili.