www.lappari.com mun samt styðja “Internet Blackout Day” sem haldinn verður 22. apríl en þennan dag skorar Anonymous á alla vefstjóra, hönnuði og hýsingaraðila að taka þátt. Þennan dag verður því ekki hægt að nálgast pistla eða annað efni á þessari síðu. Þetta er gert til að sýna að ég er ósáttur við CISPA (e. Cyber Intelligence Sharing & Protection Act) frumvarpið.
CISPA er ansi líkt SOPA frumvarpinu sem gengur út á að safna persónuupplýsingum um netverja og vefsíður. Þetta er enn ein tilraun Bandaríkjamanna til að fela sig á bakvið óskylgreindar ógnanir. Þetta skiptir alla netverja máli hvort sem þú ert bandaríkjamaður eða ekki.
Hér myndband frá Anonymous þar sem þeir kynna “internet Blackout Day”
Ríkisstjórnir, leyniþjónustur og netfyrirtæki o.s.frv. fá upplýsingar um einhvernar ógnanir sem gætu verið leitarorðum á leitarvélum, ákveðnar vefsíður yfir ásamt öðrum og persónulegri gögnum. Þær upplýsingar sem koma frá netveitum geta svo verið notaðar á hvaða hátt sem er og þau fyrirtæki sem veita þær verða ekki ákærð fyrir að deila persónuupplýsingunum. Þetta geta verið fyrirtæki eins og Google, Facebook, Twitter, Apple, Microsoft. Það er svo sem ekki við þau að sakast því þó að lögin þvinga þessi fyrirtæki til þess að gefa þær upplýsingar sem yfirvöldum þóknast
Hér er myndband þar sem Alexis Ohanian einn af stofnendum Reddit er að reyna að ná sambandi við Google, Facebook og Twitter vegna CISPA. Honum gengur það því miður ekki en gott myndband engu að síður.
Það er allavega fullljóst að CISPA gengur beint á friðhelgi netverja og mun hafa áhrif á opnar samræður á netinu þar sem notendur munu eflaust vera varari um sig og jafnvel hræðast að segja sínar skoðanir.
Heimildir
Disclaimer: Fyrir utan þessi mótmæli þá er ég ekki stuðningsmaður þess sem Anonymous gerir eða segist gera og hef aldrei tekið þátt í neinum “aðgerðum”