Gestapistlar sem birtast hér á Lappari.com eru óritskoðaðir, með þeim fyrirvara þó að við lesum efnið yfir og gætum þess að höfundar sýni öðrum háttvísi og fari eftir almennum mannasiðum við sín skrif.
Ritstjórnarstefna Lappari.com tekur helst á málfari, háttvísi o.s.frv. en gefur ritara frjálst val varðandi efni og efnistök..
—–
Google hefur ákveðið að hætta með svokallað Google Inbox sem kynnt var til sögunar 2014. Inbox var tilraun til þess að umbylta hefðbundnum tölvupósti og gera hann meira “productive”. Sem dæmi þá var hægt að velja að pósti væri lokið og hægt var að snooz-a póst sem mér fannst einna best. Snooze-ið virkaði þannig að ef þú hafðir ekki tíma til að svara tilteknum pósti en samt mikilvægt að svara honum gastu valið Snooze út frá dagsetningu. Þetta gat líka verið þægilegt þegar pósturinn innihélt verkefni sem þurfti að tækla síðar. Fundur eftir mánuð t.d. en þá mundi hann hverfa núna en poppa efst upp síðar. Mjög gott þegar maður fær meira en 30 pósta á dag.
Einnig voru viðhengi sýnileg og hægt að smella beint á þau í póstinum án þess að opna póstinn sjálfan.
Inbox var kom einnig með skemmtilega fídusa s.s. sjálfvirkt flugskipulag ef þú fékkst kvittanir eða staðfestingar frá flugfélögum. Með því gat Inbox sett upp fluáætlun fyrir þig og út frá henni gast þú séð terminal nr., flugtíma, seinkun á flugi og annað. Jafnvel bættust við hótelgistingar ef þú fékkst slíkar upplýsingar í pósti. Í flugáætluninni var svo tenging við viðeigandi pósta. Allir þessir möguleikar eru nú aðgengilegir í appinu Google Trips
Margt við Inbox var að mínu mati hálfkarað. Sem dæmi þá fannst mér oft erfitt að finna póst sem ég var búinn að merkja sem “lokið” þannig að ég hætti að nýta mér þann kost. Ég reyndi oft að nýta mér Inbox og notaði í jafnvel nokkrar vikur. Á endanum færði ég mig alltaf aftur yfir í gamla góða Gmail.
Verkefnið Inbox var virkilega gott og þarft, það hefur sannarlega bætt Gmail. Að minnsta kosti eru viðbætur sem nú er búið að bæta í Gmail kærkomnar. Verkefnið Google Inbox var því alls ekki misheppnað að mínu mati en ég mun samt sem áður ekki sakna Google Inbox.