Heim Föstudagsviðtalið Egill Örvar Hrólfsson

Egill Örvar Hrólfsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 191 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Byrjum á Föstudagslaginu hans Egils

 

Hver er þessi Egill og hvaðan er kallinn?

Fæddur og uppalinn 31 árs Akureyringur sem hefur búið í heimabyggð alla tíð, upphaflega þorpari og Þórsari en í dag bý ég ásamt konunni minni, 2 stjúpsonum og dóttur á eyrinni

 

Er það Egill eða Gillz ?

Egill allan daginn , Margir hafa reynt að fá Gillz til að festast án árangurs

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er Framkvæmdastjóri þjónustusviðs Tölvutek, ásamt því að reka útibú Tölvutek á Akureyri, og hef verið þar síðustu 8 árin

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vekjaraklukkan hringir klukkan 7 og ég keppist við að slökkva á henni til þess að vekja ekki konuna og barnið, sem heppnast svona yfirleitt, svo kem ég strákunum okkar á fætur, við förum í gegnum morgunverkin og kem þeim svo í sitthvoran skólan og mæti svo í vinnuna klukkan 8.

Allir vinnudagar byrja á því að fá sér kaffi og fara yfir tölvupóst , Vinnudagurinn hjá mér líður svo ansi fljótt þar sem starfið mitt er ótrúlega fjölbreytt, bæði með að sýsla í verslunarrekstri og í verkstæðispartinum og yfirleitt er klukkan orðinn 18 alltof fljótt.

Þá fer ég heim og þar sem að konan mín er umtalsvert betri kokkur en ég þá sér hún yfirleitt um að elda kvöldmatinn á meðan ég gef yngsta unganum að borða. Eftir matinn tekur við tiltekt eða bara smá sjónvarpsgláp, svæfa yngsta barnið yfir pela , mögulega sofna sjálfur í smá stund og koma sér svo fram og slappa aðeins af með konunni

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Þessa dagana erum við að skipuleggja allskyns fermingartilboð, og daginn eftir að þetta viðtal birtist ætlum við að hafa páskaeggjaleit í báðum verslunum okkar, sem ég hvet alla til að mæta í!

Annars er ég nýkominn úr löngu helgarfríi með konunni þar sem við skelltum okkur til Berlín í 4 daga sem var mjög fínnt , ég fékk reyndar í fyrsta skipti að kynnast því að fara frá Íslandi og lenda í kaldara veðri og slyddu í útlöndum, Þrátt fyrir það var þetta mjög skemmtileg ferð og Berlín frábær borg

 

Eitthvað skemmtilegt planað í sumar?

Í sumar ætlum við fjölskyldan að skella okkur til Tenerife, 6 tíma flug með einn 12 ára, 1 10 ára og eina 11 mánaða verður ný og skemmtileg áskorun

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Verð að svara þessu mjög klassískt þar sem ekkert toppar það, en Það myndi vera fæðing dóttur minnar sem er í dag 9 mánaða gömul

 

Hver er uppáhalds viðskiptavinurinn þinn?

Lappari! Annars eru allir viðskiptavinir uppáhalds ?

 

Lífsmottó?

Hugsa áður en þú framkvæmir

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég setti saman tölvu fyrir Lappara fyrir 10 árum í miklu flýti og gleymdi að tengja eina viftu, hann hefur aldrei leyft mér að gleyma því….

– innskot Lappara…   og ég mun aldrei leyfa neinum að gleyma þessu  🙂

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Koma fjölskyldunni vel fyrir og splæsa í góða utanlandsferð fyrir nánustu fjölskyldu og ef eitthvað er eftir , fjárfesta.

 

Uppáhalds hljómsveit sem kennir sig við þinn heimabæ

Toy machine

 

Býr tæknipúki í þér?

Já, það hefur alltaf búið tæknipúki í mér, enda starfið mitt svolítið sniðið í kringum tæknipúka og fikt. hann þróast svo bara með mér með árunum, áður var það með þeim hætti að borðtölvan mín innihélt alltaf nýjasta og besta vélbúnaðinn til þess að hámarka gæðin í tölvuleikjunum, í dag er það Snjallvæðing, heima öryggi, símar, oflr oflr

 

Apple eða Windows?

Alltaf Windows

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Heima er ég með lítinn Gigabyte Brix með i7 örgjörva sem ég nota sem vinnustöð, svo er ég með Lenovo Yoga 2 Pro fartölvu þegar ég er á flakki.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með Samsung Galaxy S6 Edge plús, farinn að huga að uppfærslu og finnst nýju Nokia símarnir mjög áhugaverðir

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Síminn er enþá hraðvirkur og gerir allt sem ég þarf að hann geri, eini ókosturinn er að rafhlöðuendingin er orðin afar döpur… sem væri hægt að leysa með því að skipta um rafhlöðu en svo er það tæknipúkinn sem hvíslar að nú sé kominn tími á nýtt

 

Í hvað notar þú símann mest?

Tölvupóst, samfélagsmiðla og almennt netráp

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110 – Toppgræja!

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Ætli það sé nokkuð hægt að kalla draumasíma framtíðarinnar lengur síma, enda er þetta tæki meiri tölva en sími í dag.
En draumasími nánustu framtíðar inniheldur rafhlöðu sem endist að lágmarki í 2-4 sólahringa, og tekur einungis 30min að fullhlaða,

Getur tengt hann án vandræða við dokku sem er tengd við skjá / lyklaborð / mús og samhæfnin við jaðarbúnaðinn er uppá 10

 

Hvað sérðu fyrir þér sem næstu stóru tækniframförina?

Það er margt að gerast núna og talað um að við séum í startholunum á fjórðu iðnbyltingunni, þróun á Gervigreind, sýndarveruleika , vélmennum sem mun breyta hvernig við vinnum og lifum mun fela sér ýmsar risa tækniframfarir

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lappari.com , engadget.com , linustechtips.com , Gizmodo.com , tomshardware.com og sennilega fleiri sem ég man ekki eftir í augnablikinu

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Takk fyrir mig, og það er alltaf heitt á könnunni í Tölvutek

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira