Heim Föstudagsviðtalið Helgi Hrafn Halldórsson

Helgi Hrafn Halldórsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 187 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

Tónlist fyrst:

 

Hver er þessi Helgi Hrafn og hvaðan er kallinn?

Ég fæddist á Ísafirði, bjó lengi á Dalvík og fór í mennta- og háskóla á Akureyri. Bjó í Noregi í 4 ár þegar foreldrar mínir vildu endilega læra eitthvað nýtt og vinna við eitthvað annað en afgreiðslustörf í sjoppu. Kynntist Aníku, eiginkonu minni, í menntaskóla og við lögðum grunninn að okkar fjölskyldu á Akureyri. Eigum í dag tvö börn og búum í Reykjavík.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er ráðgjafi/meðeigandi í viðskiptagreind hjá Expectus. Tók smá U-beygju haustið 2013, en hélt mér samt innan upplýsingatækninnar, og hætti sem verkefnastjóri hjá hugbúnaðarhúsi og byrjaði í viðskiptagreind.

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Það góða við það að vera ráðgjafi er einmitt það að enginn dagur er eins. Einn daginn er maður að vinna hjá fjarskipta fyrirtæki, annan daginn hjá orku fyrirtæki og svo endar maður þetta kannski í smásölu, framleiðslufyrirtæki eða eitthvað annað.

En alla jafna vaknar maður með krökkunum, þeim komið í skóla og leikskóla. Síðan fer maður í ræktina áður en maður mætir þangað sem maður hefur bókað sig. Síðan endar maður daginn yfir kvöldmatinum með fjölskyldunni.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Skipuleggja Roadtrip með fjölskylduna um Evrópu. Á samt eftir að sannfæra eiginkonu og börn um að koma með mér.

 

Hvernig voru jólin hjá þér og þínum?

Þau voru æðisleg! Við fjölskyldan vorum á Florida yfir hátíðarnar með foreldrum mínum, systkinum mínum og börnum þeirra. Enduðum ferðina á þriggja daga Bahamas siglingu frá Miami.

 

Reyndar var ekkert rosalega hlýtt á Florida þessa daga, en fengum samt nokkra góða daga.  Hins vegar var frekar hvasst í siglingunni og það voru flestir farþegar sjóveikir á fyrsta kvöldinu. Á öðrum degi áttum við svo að hafa það gott á CocoCay, en komumst ekki á þá eyju vegna öldugangs. Sömu sögu er svo að segja þegar við vorum í Nassau og áttum að fara og synda með höfrungum. Síðan þegar við komum til Miami aftur var búið að fella niður flugið okkar til New York áður en við mundum fljúga heim, og við vorum “veðurtept” í Miami í þrjá daga í viðbót.

En ferðalagið var samt algjör snilld og við eigum fullt af góðum minningum 😉

 

Hvert er draumastarfið?

Ég ætlaði mér alltaf að verða kokkur. En tæknin var bara svo áhugasöm.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Klárlega börnin mín og þegar ég kynntist konunni minni. En ég er mjög montinn yfir því að vera kominn undir 100kg. Það gerðist bara núna í vikunni.

 

Lífsmottó?

Dream bigger!

Svo er “Because easy doesn’t change you” alltaf gott líka.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég var þáttastjórnandi ásamt Helga nafna mínum í vefþætti (síðar sjónvarpsþætti) sem var vikulega í 69 þætti. Skoðið endilega ruglið í okkur á YouTube og Facebook

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Klássískt að koma fjölskyldunni vel fyrir. Svo er alltaf spurning hvað maður gera við “afganginn”. Fjárfestingar, eigin rekstur, ferðast eða bara fara á eftirlaun.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Guðmundur Ingi Halldórsson, Eyþór, Friðrik Ómar, Pálmi Gunnars, Matti Matt.

 

Býr tæknipúki í þér?

Klárlega! SQL, Tableau, HTML, SSAS, C#, Windows, iPhone, Python, Plex, iPad, Mac, SSMS, Plex, Ubuntu, SSIS, PC, Hue, Trådfri, Ring, Alexa, Nest og hvað eina. Þetta á allt við mig.

 

Sérstakt áhugamál núna eru ryksugu róbótar. Ég er nefnilega að SMART-væða húsið mitt eins mikið og ég get og mig langar að geta sagt Alexu að setja ryksuguna í gang.

 

Apple eða Windows?

Ég tala í epli en skrifa á glugga.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Lenovo X1 Yoga gen 2. Hún fer með mér hvert sem er

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone X

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Besti síminn

Gallar: (Blank)

 

Í hvað notar þú símann mest?

Calendar, Notes, Trello, tpóstur, samfélagsmiðlar og tek stundum myndir. Jú og stýri ljósum, þjófavörn, sjónvarpinu, dyrabjöllu og bráðum til að opna bílskúrinn og stýra ryksugunni minni.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 6110

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

iPhone XI

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

https://lappari.com og http://exmon.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Það ættu öll fyrirtæki að vera með exMon og Tableau!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira