Heim Föstudagsviðtalið Björn Friðgeir Björnsson

Björn Friðgeir Björnsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 180 í röðinni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

 

 

Það er kominn desember, jólum þetta í gang

 

Hver er þessi Björn Friðgeir og hvaðan er maðurinn?

Hagfræðingur, tölvunarfræðingur (lögvernduð vinnuheiti, sko), forritari, einn helsti sérfræðingur landsins í rafrænum reikningum.

Fæddur í Reykjavík, alinn upp á Hvolsvelli til 8 ára, svo í Vesturbæ Reykjavíkur, landakothagaskóliemmerrháí leiðin klassíska.

Vann í bankageiranum fram til 2008 sem var ægilega gaman oftast og hjálpaði mér að komast í andlegt heimahverfi mitt, Fossvoginn, nálægt mínu ástkæra félagi, Víkingi.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Vinn hjá Staka Deloitte við að þjónusta og forrita í kringum rafræna reikninga af öllum toga, bæði nýja fína XML formið og gamla ódrepanlega Edifact yfir X.400.

Datt inn í þessi mál árið 2008 og hef verið í þeim að mestu síðan þá

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vinna 8-4.
Twitter 4-8 (og stundum í vinnunni)

Eins mikið af bóklestri og þessir tveir tíma- og athyglisþjófar leyfa, sjónvarpið þegar ég nenni ekki að einbeita mér og fótbolta ef Manchester United er að spila. Blogga um United á http://www.raududjoflarnir.is/

Dansa salsa þegar ég get, því það er fátt skemmtilegra.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Fátt sérstakara en vanalega. Eru að koma jól annars?.

 

Hvert er draumastarfið?

Atvinnumaður í knattspyrnu. Breytist aldrei.

 

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í þínu lífi hingað til?

Ferðalögin mín. Hef séð fleiri merkilegri staði en flest önnur. Hef gengið um Akrópólis, Forum Romanum, Persepólis og Macchu Pichu. Og svo ýmsa ómerkilega staði sem eru samt næstum jafn heillandi.
Og ég hitti George Best 1982.

 

Lífsmottó?

Búinn að vera að livva og njódda löngu áður en aðrir fundu upp á því.
Peningar kaupa ekki hamingju en þeir borga ferðalög sem er næstum því það sama.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?

Á verðlaun fyrir þriðja sætið í Reykjavíkurmóti KFUM Y-deilda í knattspyrnu. Var fyrirliði í einum leik. Segið svo ég geti ekkert í fótbolta!

 

Hvað myndir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Leggjast í ferðalög.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ætli Hreimur og orginal Land & synir sé ekki þeir einu sem hægt er að segja séu frá Hvolsvelli eða svo?
Annars var bróðir minn víst ansi liðtækur á kontrabassann á sjötta og sjöunda áratugnum á böllum í Hvolnum.
Af Vesturbæingum, þá bjó Palli í næstu götu.

 

Býr tæknipúki í þér?

Hann á mig allan. Ég er bara of latur til að nenna að vera með nefið ofan í rafmagnsdóti daginn inn og út.

 

Apple eða Windows?

Windows til vinnu og heima.
Apple í símum, spjöldum og nú síðast Apple TV.

 

Hvernig tölvu notar þú heima/vinnu?

Heima: Gamall marguppfærður turn sem virðist vera í fýlu þessa dagana og gæti þurft nýtt invols. Það er EKKERT Í LÍFINU ömurlegra en græur sem virka ekki.

Vinna: Thinkpad X1 Carbon YOGA. Næs.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 6 sem er alveg á síðasta snúning. Sjá síðasta svar. Bíð spenntur eftir jólagjöfinni sem kemur vonandi í næstu sendingu Símans.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Hann er iPhone.

Selfímyndavélin verið óskýr síðan ég skipti um skjá rétt eftir ég fékk hann. Hann er svo orðinn gamall og lúinn og þarf líklega nýtt batterí. Og kannske strauun en þá myndi hann kannske fara að virka betur og ég hefði ekki afsökun fyrir jólagjöfinni.

 

Í hvað notar þú símann mest?

Vinnupóst, samfélagsmiðla og Kindle.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 6110 eða eitthvað þvíumlíkt.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

iPhone X nema notchless og óbrjótanlegur. Endalaust batterí væri fínt líka takk. Gef þessu 10 ár.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Engum lengur. Las allar í denn með mismunandi RSS lesurum en eftir að Google Reader dó og Twitter varð stór þá er varla þörf lengur. Elti ekki einusinni tækisíður á Twitter. Nema Lapparann.

Svo er tæknin orðin svo boring að það er nóg að tékka á The Wirecutter af og til ef mann vantar eitthvað. Það gerist fátt spennandi frá degi til dags, eða jafnvel frá ári til árs.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ef þið eruð enn að senda NESUBL reikninga þá vinsamlegast drífið í að uppfæra í BII. Og verið tilbúinn fyrir nýja staðalinn því þá verða öll þau sem vinna við þetta glaðari og áhyggjulausari

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira