Við rákum augun í nýja færslu á bloggi Símans sem birt var fyrr í dag en færslan ber heitið: 4K – Ultra HD í Sjónvarpi Símans
Við höfum mikinn áhuga á gæðum til okkur notenda, heim í stofu og höfum við því fjallað um þessi mál hér á Lappara. Bæði höfum við velt fyrir okkur myndgæðum sem okkur berst sem og hljómgæðum.
Eins og kemur fram í færslunni, þá er Síminn fyrst íslenskra efnisveitan sem setur 4K sjónvarpsrás í loftið. Fyrst um sinn er það sjónvarpsstöðin InSightTV (rás 50 á myndlykli) sem sendir út lífstílsefni allan sólarhringinn en vonum við að RÚV og 365 uppfæri einnig í 4K fljótlega. Það er allavega ljóst að Sjónvarp Símans verður tilbúið þegar þar að kemur.
Hvað þýðir 4K útsending og hvað græðum við á því?
Á mannamáli þýðir 4K útsending bara enn meiri myndgæði. Háskerpu má skipta upp í nokkra flokka og er 4K þar efst á blaði í dag. Venjuleg háskerpa kallast oft 720p, full háskerpa 1080p en 4K sem kallast einnig Ultra HD er með fjórum sinnum fleiri pixla á myndfleti en full háskerpa.
Skýringamyndin hér að ofan sem er fengin af bloggi Símans sýnir vel hversu mikil aukning upplausnar er hér á ferðinni.
Hvað skilyrði þurfa viðskiptavinir Símans huga að til að njóta 4K útsendingar?
- Hafa 4K myndlykill frá Símanum
- Eiga sjónvarp sem styður 4K upplausn
Mögulega ertu nú þegar með 4K myndlykil frá Símanum, það eru til tvær týpur en það stendur 4K UHD á þeim báðum.
Samkvæmt fréttatilkynningu þá mun úrval af 4K efni og sjónvarpsstöðvum aukast hratt í náinni framtíð. Má með sanni segja að við hér á Lappara fögnum þessari tilkynningu frá Símanum og nú er bara að bíða eftir RÚV og 365.