Heim UmfjöllunUmfjöllun Snjallsímar Google Pixel XL – Fyrstu kynni

Google Pixel XL – Fyrstu kynni

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Við hér á Lappara höfum verið með Pixel XL frá Vodafone í prófunum síðustu vikurnar. Ég hlakkaði mikið til að fá prófa í fyrsta skipti Google síma með hreinu Android kerfi án nokkurs, afsakið enskuna, bloatware sem tæki leiðindapláss á símanum og er ekki hægt að fjarlægja almennilega.

 

Hér eru helstu atriði:

  • Kubbasett: Qualcomm MSM8996 Snapdragon 821
  • CPU: Quad-core (2×2.15 GHz Kryo & 2×1.6 GHz Kryo)
  • GPU: Adreno 530
  • Skjár: 5.5″ Amoled skjár með 1440 x 2560 upplausn (534ppi)
  • Minni: 4GB RAM
  • Geymslurými; 32/128GB ROM
  • microSD rauf: Nei
  • Myndavélar: 12.3MP f/2.0
  • Flash: tvöfalt Led
  • Sjálfuvél sem er 8MP (f2.4, 1080p)
  • Rafhlaða: 3,450mAh (ekki removable)
  • Stýrikerfi: Android 7.1 Nougat
    Stærðir: 154.7mm x 75.7mm x 8.5mm
  • Þyngd: 168g
  • Símkerfi: LTE / 3G / 2G / GSM
  • Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a, b, g, n, ac / NFC / Bluetooth 4.2
  • Litir: Hvítur, silfur og blár

Við fengum allhressilega áminningu að enginn er óhultur fyrir því að fá nýtt tæki sem er bilað. Fyrsta eintakið sem við fengum var nefnilega ekki í lagi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hjá okkur við að reyna koma því í lag. Vodafone fær líka toppeinkunn fyrir þjónustu því þeir tóku við bilaða eintakinu og redduðu okkur öðru í snatri. #velgert

Fyrstu kynni af símanum eru góð. Síminn virkar snarpur og skjárinn er mjög skemmtilegur. Tækið féll vel í hendi og fann ég ekki fyrir neinu óþægilegu við símann.  Öll almenn notkun svona fyrstu dagana var því mjög jákvæð.  Tækið er búið að vera í notkun í dálítinn tíma núna þannig að það er ekki langt í fulla umfjöllun hér á Lappara.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira