Heim MicrosoftWindows 10 Hvað er Windows 10 S?

Hvað er Windows 10 S?

eftir Jón Ólafsson

Á kynningu fyrr í dag kynnti Microsoft nýja útgáfu af Windows 10 sem kallast einfaldlega Windows 10 S. Þetta er útgáfa sem við höfum vitað lengi af og höfum beðið eftir en hingað til hefur þessi útgáfa gengið undir nafninu Windows 10 Cloud sem er/var…. skelfilegt nafn.

Segja má að þetta sé tilraun Microsoft til að sækja alvarlega að ChromeOS stýrikerfi Google en það hefur vaxið umtalsvert í vinsældum í skólaumhverfinu, en þó helst í Bandaríkjunum.

Það eru ýmsar getgátur um hvað S´ið stendur fyrir en samkvæmt Microsoft er það Security, Simplicity og Superior Performance…. þó ekki Student eins og ég reiknaði með fyrst þegar ég heyrði nafnið.

 

Windows 10 S keyrir bæði á ARM og X86 vélum og stóra atriðið er að Windows 10 S keyrir bara forrit sem eru úr Windows Store. Þetta er mjög stórt atriði þar sem búið er að skima forrit með hliðsjón af öryggi og hraða svo eitthvað sé nefnt. Kennari getur ýtt forritum sem nota á við kennslu út til nemenda á einfaldan hátt. Afþví að þetta eru bara Store apps þá hafa þau ekki áhrif á hraða véla en samkvæmt Microsoft þá má reikna með að ræsing og innskráning í kerfi gerist innan 5 sekúndna.

 

Fyrir mér er Windows 10 S svipuð pæling og var á bakvið Windows RT nema núna gerir tæknirisinn þetta á réttan hátt þar sem hægt er að uppfæra Windows 10 S í Windows 10 PRO. Eftir að það er gert þá geta notendur sett upp hvaða forrit sem er og notað vélina eins og aðrar Windows 10 vélar en samkvæmt mínum heimildum mun sú uppfærsla kosta $49.

Ég er kannski ekki í markhópi Windows 10 S notenda en þegar ég horfi yfir vélarnar mínar og hvaða vélar gætu keyrt Windows 10 S, þá sé ég það ekki gerast. Það eru nokkur Windows forrit sem ég set upp á allar vélar en fyrst og fremst er það Office pakkinn. Þetta viðhorf mitt gæti samt breyst þar sem Office pakkinn er væntanlegur í Windows Store og þegar það gerist þá eykst notagildi Windows 10 S til muna fyrir notendur eins og mig.

Eina appið sem ég man eftir og nota daglega sem er ekki með sama eða svipað app í Windows Store er Chrome. Vitanlega gæti Google verið til friðs og útbúið Windows Store útgáfu af Chrome en líkurnar á því eru hverfandi. 🙂

Næst: Microsoft Surface Laptop

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira