Eins og margir Windows Phone notendur vita þá er Nokia byrjað að rúlla út uppfærslu fyrir Nokia Lumia símana sína eins og sjá má hér.
Lumia 920 SW Update 1232.5957.1308.0001 NOW available. Go to settings > phone update > check for updates. WiFi required.
— Nokia Care US (@NokiaCareUS) March 27, 2013
Ég fjallaði um þessa uppfærslu hér.
Dreifing á uppfærslunar hófst eins og sjá má í síðustu viku og fengu viðskipta vinir AT&T í Bandaríkjunum hana fyrstir en í framhaldinu var byrjað að rúlla henni út í Evrópu.
Það hafa komið upp vandamál með þessa uppfærslu sem hefur valdið því að Nokia hefur tekið uppfærsluna af netþjónum sínum. Vandamálin eru ekki algeng en samt svo alvarleg að þess ákvörðun var tekin en margir virðist eiga í “tengivandræðum” eftir uppfærslu. Vitanlega er leiðinlegt þegar uppfærslu er seinkað en samt jákvæt að Nokia hafi gengist við þessu strax.
Nokia Care sagðist harma þetta á Twitter en lofuðu því að uppfæslan yrði aðgengileg fljótlega.
@mikemacias We’re aware & update has been temporarily paused. New update will be available in the near future. We’ll keep you posted. ^RS
— Nokia Care US (@NokiaCareUS) April 4, 2013