Ég heyri ekki mikið af slæmri rafhlöðuendingu á Windows Phone en var samt spurður út í þetta um daginn og ákvað því að taka þetta saman og deila ef einhver hefur áhuga.
Nýr sími – Hvað geri ég?
Í stuttu máli þá er aðalatiðið að nánast allar rafhlöður sem eru seldar í dag eru Lithium og er því umgengisreglur sambærilegar. Þetta á jafnt við hvort um sé að ræða snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur eða önnur raftæki.
Mikilvægasta atriðið er að síminn fái langa hleðslu í upphafi en þá er verið að “þjappa inn á hana” hleðslu sem tryggir betri endingu. Framleiðendur mæla almennt með að gefa nýrri rafhlöðu 10-12 tíma hleðslu en það geturðu tekið jafnvel 2-3 hleðslur fyrir rafhlöðuna að ná hámarksgetu.
Svona hleð ég nýtt tæki
- Ég hleð alltaf fyrst í 10-14 tíma og já… ég nota símann á meðan
- Eftir fyrstu hleðslu leyfi ég símanum að tæma sig niður fyrir 10% og hleð hann í 10-12 tíma. Þetta geri ég tvisvar sinnum.
Eftir þetta þá má segja að ég hlaði símann alltaf yfir nóttu, alveg sama hvort rafhlaða standi í 10% eða 60%. Þó að það sé enginn sérstök (tæknileg) ástæða fyrir því þá leyfi ég símanum að tæma sig mánaðarlega og tek þá lengri hleðslu eftir það.
Eitt sem ég hef rekið mig á er að rafhlöður eru viðkvæmar fyrir kulda, þannig að í miklu frosti hef ég lent í því að hleðslan detti niður skyndilega. Þá er best að taka rafhlöðuna úr, setja hana inn á sig eða í vasa og leyfa henni að hitna aftur, þá ætti hleðslan að koma inn aftur. Framleiðendur vara líka við því að leyfa rafhlöðunni að hita mjög mikið en við á Íslandi þurfum minna að spá í því.
Rafhlaðan endist of stutt – hvað geri ég?
Mitt svar er almennt:
Ef ég næ einhvern tíma 2 dögum á snjallsíma, þá er ég líklega að nota hann vitlaust.
Til að auka endingu á hverri hleðslu þá eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Þó svo að þessi atiði séu sameiginleg með Windows Phone, iOS og Android þá miðast þessar leiðbeiningar við Windows Phone.
Kúnstin við að auka rafhlöðuendingu er alltaf að finna þitt jafnvægi. Það þarf að nýta kosti þessa skemmtilega snjallsíma og vega þá á móti rafhlöðuendingu sem þú þarft að ná útúr tækinu.
Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga við daglega notkun
- Gættu þess að fullhlaða símann alltaf
- Slökktu á hljóðum sem þú þarft kannski ekki eins og lyklaborðshljóð.
- Þegar þú notar myndavélina þá er kveikt á skjánum sem eyðir töluverðri hleðslu. Þess vegna er best að smella strax á þegar þú ert búinn að taka myndina til að slökkva á ViewFinder.
- Ef þú ert t.d. að horfa á bíómynd, notaðu heyrnartól (með snúru) í staðinn fyrir hátalara
Sjálfvirkur orkusparnaður (Nota ekki sjálfur)
Þú getur líka látið símann kveikja sjálfkrafa á rafhlöðusparnaði (Power Save) þegar rafhlaðan er að tæmast.
Til að skoða eða kveikja á rafhlöðusparnaði þá ferðu í Settings > Battery Saver
Þar sérður núverandi stöðu á rafhlöðu og vænta endingu á núverandi hleðslu. Einnig getur þú gert rafhlöðrusparnað virkan með því setja flipa í þessa stöðu
Þú getur einnig smellt á Advance og valið að sparnaður verði virkur við eftirfarandi skilyrði
- Þegar rafhlaðastaða er lág (fer að spara þegar hleðsla minnkar)
- Núna strax og fram að næstu hleðslu (nota þetta þegar ég ferðast)
- Alltaf – Get ekki mælt með þessu þvi virkni og notagildi símann minnkar mikið
Þegar sími er í rafhlöðusparnaðarham þá er ekki hægt að breyta stillingum sumra forrita.
Skjár
Skjárinn í nútíma snjalltækjum eyðir stórum hluta hleðslunar og þarf því að huga að þessu tvennu.
- Birtustig – Það er nauðsynlegt að finna jafnvægi milli þess að fullnýta þessa fallegu skjái og að brenna upp rafhlöðunni. Yfirleitt er nóg að hafa þessar stillingar á sjálfvirku en hægt er að minnka birtustig til að lengja rafhlöðutíma.
Heimaskjá, strýkur til vinstri og finnur Settings > Brightness og þar er frumstilling á sjálfvirku (automatic) sem hentar flestum. Hægt er að slökkva á því með því að stilla á og velja síðan Low > Medium > High - Slökkva sjálfvirk á skjá eftir fyrirfram ákveðin tíma en ég nota yfirleitt 2-3 mín.
Settings > Lock Screen > þar stillir þú eftir hvað langan tíma síminn slekkur á skjá
Netvirkni
Sumir geta leyft sér að spara með netvirkni tækjana, ég er að samstilla nokkur pósthólf 24/7 og spái því ekki í þessu. Ef þú þarft þess ekki er hægt að stilla flest pósthólf þannig að póstur sé ekki sóttur jafn oft handvirkt.
- Hafa slökkt á Bluetooth nema bara þegar þú þarft að nota það.
- Nota bara NFC þegar þú þarft þess en ég er með slökkt á Tap+Send þess á milli
Settings > > tap+send og stillir á NFC sharing á . - Notaðu þráðlaustnet (WiFi) til að tengjast internetinu frekar en 3/4G
- Ekki láta símann leita sjálfkrafa að þráðlausu WiFi
Settings > WiFi > hér geturðu slökkt á WiFi með því að stilla á
Hér mundi ég einnig smella á Advanced og taka hakið úr Notify me when new networks are found. Þetta kemur í veg fyrir að síminn sé stanslaust að skanna eftir þráðlausu neti fyrir þig - Ekki láta símann þinn tengjast sjálfkrafa við leiki.
Settings > Strýkur til vinstri > Smellir á Games og slekkur á viðeigandi þjónustum - Gott er að slökkva á allri netvirkni ef þú t.d. villt fá frið, ert að hlusta á tónlist eða horfa á bíómynd. Þetta er gert með því að virkja Flight Mode sem slekkur á allri netvirkni.
Heimaskjá, strýkur til vinstri og finnur Settings > Flight Mode og setja flipa í þessa stöðu .
Þó ég hafi ekki rekið mig á það á Windows Phone þá er reynsla mín samt sú að bakgrunnsforrit séu að eyða rafhlöðunni. Þá er t.d. GPS í gangi á bakvið þó svo að þú sért ekki að nota kortaforrit en lausnirnar eru til og finnast yfirleitt í handbókinni (RTFM)
Þetta er komið nóg í bili og er nú boltinn hjá þér með að velja hvað af þessu hentar þér og þínum þörfum.