Þar sem ég fjalla meðvitað meira um Microsoftlausnir og nýjungar hér á Lappari.com (ritstjórnarstefna) þá ákvað ég að taka saman tölfræði hjá nokkrum íslenskum miðlunum. Þessir miðlar eiga það sameiginlega að fjalla um tölvur og tækni eingöngu eða sem uppfylling á móts við annað efni.
Hér að ofan má sjá súlurit með meðaltali af þeim gögnum sem ég safnaði saman af fjórum miðlum. Mér finnst þetta athygliverð mynd og gaman væri að vita hvort þetta t.d. endurspegli markaðsstöðu eða seld tæki síðust 3-6 eða 12 mánuði.
Hér að néðan er greint niður á hvern miðil og er þetta í nokkru samræmi við ímynd mína af miðlinum áður en ég hófst handa.
Android hér í súluritum stendur jafnt fyrir Android og Google ef því sem við á
Ég vill taka það skýrt fram að ég safnaði þessu ekki saman til að gagnrýna eitt eða neitt hjá einhverjum miðli. Ég hef lengi viljað taka þetta saman því mig grunaði að það sé ekki til miðill á íslandi sem fjallar hlutfallslega jafnt um framleiðendur á græjum. Þetta er ekki endilega slæmt því það er ekki hægt að vera sérfræðingur í öllu og þá gott fyrir lesandann að vita hvert hann leitar eftir hjálp eða fróðleik
Gögnin
Gögnin spana yfir síðustu 12 mánuði en ég lét þjark taka saman helstu greinar þar sem leitarorð komu fyrir og fór ég síðan yfir þær og síaði frá sem mér fannst ekki eiga við.
Gögnin eru unnin úr 883 greinum
- (369) – Tól og Tæki
- (274) – Símon
- (128) – Viðskiptablaðið
- (112) – Morgunblaðið
Hvað finnst ykkur ?