Heim ÝmislegtFréttir Facebook Home

Facebook Home

eftir Jón Ólafsson

Vonandi verður mér fyrirgefið en mér fannst þetta svo óspennandi kynning hjá Facebook að ég ætlaði ekki að nenna að skrifa um hana

Hugsunin á bakvið Facebook Home er sem sagt  “What if apps were designed around people first?” – Mark Zuckerberg.

Þetta er í stuttu máli það sem Windows Phone stendur fyrir og ég hef haft aðgang að sambærilegu í People Hub síðan ég færði mig yfir á Windows Phone 8.

Hér er kynningarmyndband frá Facebook

 

Stóri fréttirnar í mínum huga er að Facebook Home verður aðeins aðgengilegt til að byrja með á eftirfarandi tækjum frá og með 12. apríl

  • HTC Onepeoble
  • HTC One X og X+
  • Samsung Galaxy S3
  • Samsung Galaxy S4
  • Samsung Galaxy Note 2

Þarna vantar þó nokkra vinsæla Android síma eins og til dæmis Nexus 4 og Galaxy S2…

Einnig spyr ég mig að því hvað Facebook sér við þetta en ég giska á að það sé ekki langt í að notendur Facebook Home fari að sjá auglýsingar á læsiskjánum eða annarsstaðar í kerfinu. Ef þú hefur enn áhuga þá getur þú skoðað þetta hér á Facebook Home

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira