Heim Ýmislegt Enn hraðara net með 4G+

Enn hraðara net með 4G+

eftir Haraldur Helgi & Jón Ólafsson

Samkvæmt fréttatilkynningu sem Lappari.com fékk frá Gunnhildi Örnu upplýsingafulltrúa Símanns þá hefur fyrirtækið nú sett í loftið nýja og örflugri 4G senda frá Ericson. Samkvæmt Gunnhildi þá byggja þessir sendar á tækni sem almennt er kölluð LTE Andvanced (4G+) en eftir þessa breytingu segir fyrirtækið að hraðinn á GSM kerfum Símanns hafi aukist um 100% á þremur árum eða úr 100 Mb/s í 200 Mb/s.

 „Viðskiptavinum okkar geta því náð hraða sem ekki hefur áður náðst hér á landi. Það gerir upplifunina á netum Símans enn betri,“

 

Til viðbótar við þetta má bæta við að Síminn segir að hraðinn muni aukast mun meira á næsta ári eða í 300 Mb/s.

Fyrir hinn hefðbundna notenda þá skiptir þessi hraði vitanlega máli þegar verið er að vafra á netinu, skoða myndbönd o.s.frv..

 

 

Þessu til viðbótar voru að fara upp langdrægir 4G sendar á Borgarhafnarfjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Þorbirni.

Drægni þeirra getur verið allt að 100 kílómetrar sem nýtist sjómönnum við landið vel.

Þorbjörn
Gunnólfsvíkurfjall
Borgarhafnarfjall

 

Heimild: fréttatilkynning og Símabloggið

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira