Heim Ýmislegt Fréttatilkynning – Advania viðurkenndur söluaðili á Chromebook

Fréttatilkynning – Advania viðurkenndur söluaðili á Chromebook

eftir Jón Ólafsson

Lappari.com fær oft fréttatilkynningar um hitt og þetta sendar víðsvegar frá og ef þær vekja áhuga okkar, þá birtum við þær eins við gerum hér.

—- Fréttatilkynning er birt óbreytt hér að neðan —-

 

Chromebook fartölvur er nú hægt að kaupa hjá Advania en fyrirtækið var nýlega samþykkt af Google sem viðurkenndur dreifingar- og söluaðili á Íslandi. Til að fá slíka heimild þurfa fyrirtæki að uppfylla strangar kröfur af hálfu Google en auk þeirra verður starfssvæði fyrirtækisins að vera á lista yfir lönd sem hafa heimild til að selja tæknibúnað fyrirtækisins. Íslendingar geta nú nálgast einfaldar en öflugar Chromebook fartölvur frá Dell í öllum verslunum Advania.

Það sem gerir Chromebook vélarnar ólíkar hefðbundnum fartölvum er að þær keyra á skýjalausnum sem þýðir að öll vinnsla og geymsla gagna fer fram í skýjaumhverfi. Google hefur sérhæft sig í smíði skýjalausna og er G Suite heildstæð hugbúnaðarlausn fyrir fyrirtæki en auk þess er hægt að fá útgáfu sem er sérsniðin að þörfum menntastofnana, G Suite for Education.

Advania er Google partner og býður nú heildarlausnir á sviði Google lausna.

„Þetta er mikill fengur fyrir innlendan markað og ljóst að margir aðilar munu njóta góðs af því að hafa breiðara vöruúrval þegar kemur að fartölvum“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Chromebook tölvur henta sérstaklega þeim sem vilja ódýrar fartölvur fyrir vinnslu í skýjaumhverfi. Þær hafa verið sérstaklega vinsælar hjá skóla- og menntastofnunum um heim allan vegna þess hve einfaldar og notendavænar þær eru. Við höfum þegar afgreitt Árskóla á Sauðárkróki um slíkar tölvur sem voru framleiddar af Dell og erum afar ánægð að heyra um árangurinn sem þar hefur náðst með snjallri beitingu á tækni”.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira