Microsoft hefur sett á Netið áhugavert myndskeið sem sýnir hvernig Chrome-vafrinn frá Google tekur mun meira af rafhlöðuendingunni í fartölvu heldur en nokkur annar vafri..
Myndskeiðið er sett fram til þess að sýna fram á hversu betri Microsoft Edge-vafrinn er þegar það kemur að vélbúnaðarkeyrslu en vitað er að Chrome-vafrinn frá Google þykir helst til mikið frekur á vinnslugetuna.
Microsoft framkvæmdi tvö próf til þess að sýna fram á hversu betri endingu Edge-vafrinn býður upp á, annarsvegar var hefðbundin vafranotkun prófuð þar sem var farið inn á ýmsar vefsíður á Netinu og svo var mæld endinginn þegar HD-myndskeiði var streymt. Lykiltölurnar sem komu út úr því prófi voru að Chrome entist einungis í 4 klst. og 19 mín. á meðan Edge entist í 7 klst. og 22 mín.
Hægt er að sjá myndskeiðið hérna fyrir neðan og eins er hægt að skoða færsluna frá Microsoft hér fyrir neðan þar sem er farið í frekari samanburð á þessum tveimur vöfrum.