Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 128 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Björgvin Helgi Halldórsson og er innmúraður Hafnfirðingur
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Ég er tónlistarmaður og farandsöngvari. Byrjaði í tónlistinni árið 1967 og hef verið viðloðandi tónlistariðnaðinn allar götur síðan. Hef sent frá mér plötur með jöfnu millibili undanfarin ár
Hvert er draumastarfið?
Forseti íslands
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?
Fjölbreyttur. Byrjar með kaffisopa og ávaxta bústi. Svo er farið yfir helstu fréttamiðlana innlenda sem erlenda. Svo er líka gott að fara í sund og gufu. Svo sinnir maður starfinu þess á milli
Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?
Undirbúningur að tónleikum á Heimahátíð Hafnarfjarðar og Bowie tónleikar. Svo er maður að sýsla við að setja saman lög í hljóðverinu mínu alla daga
Ef þú lýtur yfir ferilinn, hvaða 5 af lögunum þínum ertu stoltastur af?
Þetta eru bara eins og börnin mín en ef ég verð að velja nokkur þá eru það þessi en þá ekki endilega í þessari röð
- Skýið
- Þig dreymir kannski engil
- Vertu ekki að plata mig
- Í útvarpinu heyrði ég lag
- Ég er ennþá þessi sami sem þú kysstir þá
Lífsmottó?
Lífið er lotterí
Sturluð staðreynd um þig sem fáir vita?
Ég er búktalari í skápnum
Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?
Kaupa sneiðmyndatæki fyrir gæludýr og setja restina undir koddann.
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
- Heiðar Örn Kristánsson
- Haraldur F Gíslason
- Ragnar Páll Steinsson
- Hjörtur Howser
- Andrés Þór Gunnlaugsson
Hvernig tölvu ertu að nota?
Macbook pro…Imac…Ipadpro
Hvernig síma ertu með í dag?
Iphone 6s plus
Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?
Kostirnir eru svo margir en rafhlaðan má vera betri
Síminn er þarfasti þjónninn
Í hvað notar þú símann mest?
- Hringja
- Ná í póstinn
- Hlusta á tónlist
- Áminningar
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Retro Motorola sem leit út eins og handsprengja
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
Uss þær eru svo margar
- Engadget
- Wired
- Mac format
- Macworld
- cnet.com
ásamt fleirum
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Vona bara að verur utan úr geimnum fari nú að láta sjá sig svo við mannskepnurnar hættum berjast og komumst á hærra plan