Við hér á Lappari.com höfum nú verið með Galaxy S7 edge í tæpa viku og því komin ágæt tilfinning fyrir tækinu og við komnir langt í prófunum okkar.
Það styttist í umfjöllun okkar en fyrstu kynni eru mjög jákvæð, símtækið er gullfallegt og þessi stærð fer vel í hendi. Galaxy S7 edge virðist sterklegur og vel hannaður.
Galaxy S7 edge er vel búinn vélbúnaðarlega og með öllu þessu helsta sem vænta má úr flaggskipi frá Samsung. Hann er mjög sprækur og vottar ekki fyrir neinu hiki í stýrikerfi eða forritum.
Myndavélin er einn af aðalstyrkleikum símans en hún er frábær við flest skilyrði.
- Kubbasett: Qualcomm MSM8996 Snapdragon 820 // Exynos 8890 Octa
- Skjár: 5.5″ Amoled skjár með 1440 x 2560 upplausn (534ppi)
- Minni: 4GB LPDDR4 RAM
- Geymslurými; 32/64GB UFS ROM
- microSD rauf stem styður allt að 200GB kort
- Myndavélar: Standard 12MP f/1.7 með 1/2.6″ sensor og sjálfuvél sem er 5MP
- Rafhlaða: 3,600mAh (removable)
- Stýrikerfi: Android 6.0 Marshmallow
- Stærðir: 150.9mm x 72.6mm x 7.7mm
- Þyngd: 157g
- Símkerfi: LTE / 3G / 2G
- Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a, b, g, n, ac / NFC / Bluetooth 4.2
- Litir: Silfur / Hvítur / Gull / Svartur
- IP68 — vatnsheldur í allt að 1,5m í 30 mín
Við höldum prófunum áfram og birtum síðan ýtarlega umfjöllun á næstu dögum.