Eins og margir hafa tekið eftir þá er búið að endurhanna Like takkann á Facebook og er núna hægt að tilgreina skoðun sína betur án þess endilega að þurfa að skrifa athugasemd við færsluna sjálfa. Þessi uppfærsla virkar á vefnum í varfa og einnig á iOS og Android tækjum.
Ef notendur á Facebook halda músinni yfir Like takkanum við einhverja stöðufærslu hjá vinum sínum þá kemur þessi mynd upp.
Þessar tilfinningar flokkar Facebook sem: Like – Love – Haha – Wow – Sad og Angry
Verður þetta til að bæta samskipti okkar á samfélagsmiðlum?
Mögulega geta virkir í athugasemdum látið sér duga emotion í stað þess að skrifa?