Heim Föstudagsviðtalið Logi Bergmann Eiðsson

Logi Bergmann Eiðsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 114 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Logi Bergmann Eiðsson og er frá Reykjavík. Tengdasonur Norðurlands

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er sjónvarpsmaður og hef verið það síðustu 25 árin. Gengur bara fínt, held ég.

 

Hvert er draumastarfið?

Ég held að ég sé í draumastarfinu. Ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta og svo langaði mig alltaf til að eiga fornbókabúð. En ég er svona að mestu kominn yfir það

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna 7.50 til að koma börnum í skólann. Fer svo yfirleitt í vinnuna og dunda mér þar frameftir degi. Stundum er ég að lesa fréttir eða í beinni útsendingu eða taka eitthvað upp. Þannig að vinnutíminn er mjög breytilegur.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

#bomban er nýbyrjuð og það er í nógu að snúast þar. Laaaangskemmtilegasti þátturinn í sjónvarpi og hrikalega gaman að búa hann til. Við Raggi (Ragnar Eyþórsson) semjum þessa vitleysu saman og það er mjög gaman að vinna við það að fá bjánalegar hugmyndir.

 

Margir hafa spáð í þetta… hvor er eldri, þú eða Gísli Marteinn?

Ég er aaaðeins eldri.

 

Hvor er frægari á Íslandi, þú eða Gísli Marteinn?

Ég.

 

Hvort á fólk að stilla inn á Rúv eða Stöð2 á föstudagskvöldum?

Stöð 2. Það þarf ekkert að ræða það.

 

Hvað er mikilvægasta tæki heimilisins?

Roomban – ryksuguróbot heimilisins. Hún er kölluð Suga og sér um að ryksuga. Á meðan ég er í vinnunni. Hversu kúl er það?

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Bara í öllu. Mikið af okkar gríni kemur af netinu og við (Raggi) erum mjög duglegir í Photoshop. Og svo náttúrlega bara við hin daglegu störf.

 

Lífsmottó?

Maður verður að vera léttur.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Ég hef spilað fótbolta með fjórum liðum í Kópavogi. Aldrei búið þar.

 

Hvað mundir þú gera við 500 milljóna Lottóvinning?

Sennilega gefa slatta og eyða restinni í einhverja vitleysu.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Reykjavík? Eru það ekki bara allir nema Greifarnir og Baraflokkurinn.

 

Hver er besti tónlistarmaður landsins?

Þeir eru bara svo margir sem koma til greina. Akkúrat núna myndi ég sennilega nefna Ólaf Arnalds.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 7 og 10 og Yosemite.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 6 plus. Meiriháttar.

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Kostir: Stærð, hraði, rafhlaða, hljóð.

Gallar: Stundum stærðin.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Twitter
  2. Facebook
  3. Spotify
  4. Hringja
  5. Sms

Á sumrin nota ég hann reyndar líka mikið í golfi.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 2110. Var kallaður gervinýrað af því að hann var svo stór.

 

Hvernig er draumasími framtíðarinnar?

Bara Iphone 14 eða eitthvað. Ég er alveg harður á þeirri línu

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Aliexpress.com

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Er þetta ekki bara komið gott.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira