Endurskrifuð færsla en hún birtist fyrst 27.09.2010
Þar sem diskapláss kostar penning og notendur eiga það til að senda plássfrekahluti á milli sín (t.d. video) þá finnst mér gott að fylgjast með stærð pósthólfa.
Sem Lazy Admin hjá nokkrum fyrirtækjum þá væri seinlegt að logga sig inn á alla þjónana til að taka þetta út og því vill ég fá þetta í tölvupósti.
Ég hef stundum notað Blat til að senda mér t.d. afritunarlogga þá nota ég Blat líka við Mail stærðarloggana mína. Með því að klára þetta hér að neðan þá enda ég með samantektar skjal í inboxinu sem heitir mailboxes.txt í möppunni c:\script og það er emailað þangað sem ég vill.. Eina sem ég þarf er að sækja Blat og búa til 3 skjöl í Notepad…
Það sem þig vantar
- Búa til möppu á C drifi á póstþjóni sem heitir c:\script
- Sækja BLAT og setja í möppuna þessa fæla : blat.dll – blat.lib – blat.exe
Svona er þetta gert
Opna Notepad og búa til txt skjal en það kemur sem body í tölvupóstinum sem þú færð á endandum..
dæmi um texta í þessu skjali : Stærð pósthólfa á mail.domain.is……..
Vista síðan sem body.txt í script möppu
—
Síðan opnarðu notepad aftur og pastar þennan texta þar inn:
PowerShell.exe -PSConsoleFile “C:\Program Files\Microsoft\Exchange Server\V14\Bin\ExShell.psc1” -Command “C:\script\mi.ps1”
exit
Þetta vistarðu síðan sem mailboxsize.bat í c:\script
—
Síðan opnarðu aftur Notepad og pastar þennan texta hér.
Get-MailboxStatistics -Database “mailbox database xxxxxxxxx” | Sort -Property totalitemsize -Descending | ft DisplayName, @{expression={$_.totalitemsize.value.ToMB()};label=”Mailbox Size(MB)”}, itemcount, lastlogontime > C:\script\mailboxes.txt
C:\script\blat.exe C:\script\body.txt -s “Subject” -t “email viðtakanda” -f “email sendanda” -server postur.simnet.is -attach C:\script\mailboxes.txt
exit
Þetta vistarðu síðan sem mi.ps1 í möppuna c:\script
ATH… Þú þarft að breyta 4 – 5 atriðum hér að ofan
- Subject
- Email Sendanda
- Email Viðtakanda
- -Database “mailbox database xxxxxxxxx” (sérð þetta í Exchange console)
- -server postur.simnet.is > -server mail.internet.is ef þú ert hjá VodaFone
—
Núna getur þú tvísmellt á mailboxsize.bat til þess að bat skráin opni Powershell og keyri Get-Mailboxstatistics skipun sjálfkrafa og þá verður til skjal í c:\script sem heitir mailboxes.txt með niðurstöðunni og síðan sér ps1 scriptan um að klára málið og emaila txt skjalið til þín…
Þetta er allt fínt og gott en til að ná fullum Lazy-Admin effect þá þarftu að búa til Task til þess að þetta verði keyrt sjálfkrafa af Task Schedulernum… Ég keyri þetta t.d. sem Task vikulega á mánudögum og Fimmtudögum klukkan 07:00
Dugar mér vel, ókeypis, einfalt og ætti ekki að taka nema um 5 mín að setja upp og síðan er hægt að fara lengra með þetta og fá excelskjöl eða importa þessum txt í Excel til að monitora þróunnn en þú skemmtir þér bara við það.