Heim Föstudagsviðtalið Þorbjörn Guðbrandsson

Þorbjörn Guðbrandsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 111 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Fæddur í Hafnarfirði, alin upp í Reykjavík í Laugarneshverfinu. Gekk í Laugarnesskóla og síðan í Laugarlækjarskóla. Eftir grunnskólann var stefnan sett á Rafeindavirkjun í Iðnskólann í Reykjavík (alltaf haft mikinn áhuga á allskonar tækjum). Eftir rafeindavirkjunina var tekinn ákvörðun um að fara í Tækniskóla íslands til að klárað stúdentsprófið, markmiði var set á tæknifræði. Ég fór því eftir stúdentsprófið til Danmerkur og lærði þar rafmagnstæknifræði. Ég þriggja barna faðir, tækjanörd og fiktari.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa hjá Nýherja hf. á Akureyri sem söluráðgjafi, sé um sölu á þeirri þjónustu og búnaði sem Nýherji er að selja. Hef áður unnið hjá Verkís verkfræðistofu og hjá Triax A/S í Danmörk.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég vakna venjulega milli 7 og 7:30 eftir því hvort ég er með börnin eða ekki. Fer í vinnuna og eftir vinnu er það oftast ræktin. Eftir ræktina er farið heim að sinna fjölskyldu og áhugamálum sem eru nokkur.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast hjá Nýherja en ef allt gengur upp þá stefni ég á nám með vinnu næsta haust.

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Er að nota tölvu í vinnunni allan daginn, því miður getur maður næstum ekki verðið án hennar.

 

Hvaða tæki/tækni heillar þig mest þessa dagana?

Það er margt spennandi að gerast þessa daganna. 4K upplausn í sjónvörpum og upptökutækjum og nýr Skylake örgjörvi frá Intel er það fyrsta. Það eru líka að koma nýjar vélar frá Lenovo sem lofa mjög góðu. NFC tæknin að koma í fleiri og fleiri tæki þannig að það auðveldara að tengjast þeim og Internet of thinks er ennþá að vaxa og á eftir margfaldast á komandi árum.

 

Hvaða nýjungum í IT eiga lesendur að fylgjast með á nýju ári?

Internet of thinks, það er annars svo margt nýtt og spennandi að gerast

 

Lífsmottó?

Tökum okkur ekki of hátíðleg og veru jákváð.

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir vita?

Lenti í bílveltu eftir að svínað var fyrir mig á hraðbraut í Danmörku, slapp ómeiddur ásamt öllum farþegum bílsins.

 

Top íslenskir tónlistarmenn?

Það eru ótrúlega margir góðir íslenskir tónlistarmenn í dag en það sem ég hef þó mest verið að hlusta á eru Jónas Sigurðsson, Baggalútur, Hjálmar, Björk, Jóhann Jóhannsson, Samaris, (John Grant), Mannakorn, Of monsters and men, Ásgeir Trausti, Mugison, Vök og Hjaltalín

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 10 pro

 

Hvaða tölvu ertu að nota mest þessa dagana?

Heimatölvan er Lenovo Thinkpad T430 og í vinnunni þá er ég að nota Lenovo Thinkpad T450s

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með Moto X Play

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Ég gæti örugglega fengið bæði betri og verri síma en þessi getur gert allt það sem ég þarf að gera dag.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Símtöl
  2. Textaskilaboð
  3. Netið
  4. Outlook (tölvupóstur)
  5. Tölvuleikir

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Ericsson GA 629

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Moto X Play hentar mér mjög vel í dag. Sími sem gæti leyst tölvuna af hendi og gæti tengst við allt

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lappari.com, CNET, BBC, Netverslun.is, Lenovo.com, Sony.co.uk og Canon.co.uk, mobileeurope.co.uk, IEEE, PCMag.com, PCWorld.com, ZDNET.com, engadget.com, trustedreviews.com, Business Insider og margar fleiri síður.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Fólk á að vera óhrætt við tæknina. Tæknin er til að hjálpa okkur.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira