Þar sem ég er meðlimur í Lenovo Insider þá fæ ég reglulega glaðning beint frá Lenovo í Singapore til að leika mér að. Allt sem ég skrifa um þessar sendingar eru mínar skoðanir byggðar á prófunum mínum og reynslu. Þessi félagsskapur er algerlega ótengdur Nýherja á Íslandi og án alla kvaða varðandi skrif eða ef ég sleppi því að fjalla um vöruna.
Í gær beið mín UPS pakki sem gladdi mig mikið en þetta er nýjasta Yoga vélin frá Lenovo, vélin sem ég fékk er flagskip nýju línunar og heitir Yoga 900.
Það er því um að gera að skella í afpökkun á vélinni en um tónlistina sér SigurRós með lag sitt Ágætis Byrjun
Helstu speccar:
- Örgjörvi: Intel Core i7 6500U @2.5GHz (3.1GHZ Turbo Boost) // SkyLake
- Vinnsluminni: 16GB
- Harðdiskur: 256GB SSD (M.2) frá Samsung
- Wifi: Intel Dualband Wireless-AC 8260 with Bluetooth
- Skjár: Glossy 13.3″ Quad HD+ Snertiskjár með 3200×1800 upplausn
- Skjákort: Intel HD Graphics 520
- Rafhlaða: 4 Cell 66 Watt Hour Lithium Polymer
- Stýrikerfi: Windows 10 Home
ATH: það þarf ekki að vera að nákvæmlega þetta módel fáist hérlendis