Við hér á Lappari.com höfum verið að prófa nýjasta flagskipið frá Microsoft sem heitir Lumia 950 XL og var kynnt fyrir skemmstu. Við höfum beðið lengi eftir nýju flagskipi frá Microsoft og með mikilli eftirvæntingu.
Við hófum umfjöllun okkar með heimsókn í Opin Kerfi í síðasta mánuði þar sem Steini kynnti fyrir okkur helstu kosti tækisins eins og sjá má hér.
Tækið sem við fengum til prófunar er eins og fyrr segir Microsoft Lumia 950 XL og eru hér helstu speccar
- Kynntur: Október 2015 en kom í sölu í Desember
- Stýrikerfi: Windows 10 Mobile
- Skjár: 5,7″ Amoled capacitive skjár með 2560 x 1440 upplausn við 518 ppi
- Kubbasett: Snapdragon 810
- Skjástýring: Adreno 430
- Örgjörvi: 8 kjarnar – Fjórkjarna Cortex-A53 @1,5GHz og fjórkjarna Cortex-A57 @2GHz
- Vinnsluminni: 3GB
- Geymslurými: 32GB
- Hátalarar: Já
- Rafhlaða: 3340 mAh
- Myndavélar: 20MP með Carl Zeiss linsu (1/2.4′ sensor) og 5MP (1080p) fyrir myndsímtöl (sjálfur).
- Myndbandsupptaka: 2060p við 30 fps
- Annað: Rauf fyrir allt að 200GB microSD kort – Bluetooth 4.1 – WiFi 802.11 a/b/g/n/ac – Hotspot – A-GPS, GLONASS, BDS – FM útvarp – USB-C 3.1 fyrir hleðslu – 3.5mm tengi fyrir heyrnartól – Iris scanner – accelerometer – gyro – proximity – compass – barometer – sér sensor örgjörva.
Stærðir í mm eru: Hæð: 151,9 – Breidd: 78,4 – Þykkt: 8,1 – Þyngd: 165g
Eins og sjá má er vélbúnaðurinn ekkert slor og á pari ef ekki með því besta sem er þarna úti, Windows 10 er komið ansi langt í þróunn og með mörgum spennandi nýjungum sem við þurfum að skoða betur. Markaðurinn er orðinn mun betri þó svo að það vanti enn nokkuð öpp sem eru til í öðrum stýrikerfum <insert Snapchat> en það er samt skemmtilega margt búið að lagast síðustu 3-4 mánuði.
Við fyrstu sýn eru þó helstu gallar varðandi hönnun en það verður seint sagt að útlitið eða hönnunin á símtækinu sé sérstaklega spennandi. Framhliðin fer öll í skjáinn og er reyndar ekkert sem truflar mig þar, tækið fellur síðan inn í heilt plaststykki sem myndar hliðar og bak. Bakhliðin er plastleg viðkomu, það er ekkert hægt að komast framhjá því en kostirnir er þó þeir að nokkrir framleiðendur hafa stigið fram og hafið framleiðslu á þrælflottum bakhliðum sem umbreyta símtækinu.
Hér má sjá dæmi frá Mozo
Með Mozo hulstri þá eru notendur komnir með álhliðar og bakhlið úr ekta leðri, ég hefði viljað sjá Microsoft gera þetta án auka cover frá þriðja aðila en það er önnur saga.
Enn sem komið erum við samt mjög sáttir við símtækið, skjárinn er líklega einn sá besti sem við höfum prófað á símtæki, litir frábærir og hann er einstaklega skarpur og góður. Okkur hlakkar til að fá doccuna í hendurnar til að geta tengt skjá, mús, lyklaborð og minnislykla við símtækið en þær hafa ekki enn skilað sér til eigenda. Við kvetjum lesendur til að skoða myndbandið hér að ofan þar sem t.d. Continuum er kynnt.
Fyrir okkur er ekkert annað að gera en að halda áfram prófunum okkar og minni ég á ýtarlegri umfjöllun sem von er á fljótlega.