Já.is sem m.a. hefur haft á sinni könnu undanfarin ár að gefa út símaskránna tilkynnti í dag að síðasta útgáfan af símaskránni muni koma út á næsta ári.
Markar þetta ákveðin tímamót en símaskráin hefur komið út árlega síðan árið 1905. Mun þetta því verða 111. útgáfan sem kemur út á næsta ári en mun það jafnframt vera sú síðasta.
Að því tilefni hefur Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru, sjá um að ritstýra útgáfunni. Sökum tilefnisins þá mun útgáfa vera í hátíðlegri stíl og haft er eftir Stefáni að hann muni kafa djúpt í sögu símaskrárinnar og skoða gamlar upplýsingar eins og viðbrögð við kjarnorkuvá og öðru sem þótti einkennandi fyrir tíðarandann á hverjum þeim tíma sem símaskráin var gefin út. Líkt og margir þekkja og ólust upp með símaskránni að þá var mikið magn af hagnýtum upplýsingum aðgengilegar í símaskránni eins og umferðarmerki, götukort, upplýsingar um almannavarnir o.s.frv.
Eins og flestir þekkja og kannast við þá hefur hið svokallað internet m.a. haft áhrif á notkun símnotenda á símaskránni og er t.a.m. orðin mjög virk samkeppni á símaskrármarkaðnum í dag en líkt og verið hefur þá er hægt að fletta upp upplýsingum um skráð símanúmer á já.is sem og hjá öðrum aðilum eins og 1819 og 1800.
Eins og við var að búast þá er nú þegar búið að stofna hollvinahóp símaskrárinnar á Facebook og hefur myndast áhugasömum en jafnframt gamansöm umræða þar. Hægt er að skrá sig í Facebook-hópinn ‘Vinir símaskrárinnar’ með því að smella hér.