Misfit hefur tilkynnt um nýtt lífstílstæki sem væntanlegt er til sölu núna í byrjun nóvember. Þetta er frekar merkilegar fréttir eins og Microsoft Band þá styður það Android, iOS og Windows símtæki.
Smelltu á myndina hér að ofan til að sjá kynningarmyndbandið frá Misfit.
Shine 2 er góð uppfærsla frá Shine 1 sem ég skoðaði aðeins á sínum tíma en það er mun þynnra eða aðeins 8mm að þykk ásamt því að vera með Accelerometer og magnetometer fyrir betri svefn og hreifiskynjun. Shine 2 er með 12 LED ljósum sem sýna klukku ásamt því að þau sýna stöðu hreyfinga (áfangaskipt) ásamt tilkynningum frá snjallsíma. Misfit hefur einnig bætt við snertivirkni, tilkynningum með víbring ásamt stuðning fyrir Bluetooth 4.1
Shine 2 hefur einstaka rafhlöðuendingu en samkvæmt Misfit mun rafhlaðan endast í allt að 6 mánuði. Verðið er líka gott en það mun kosta $99 og mun verða hægt að kaupa það af misfit.com frá og með 1. nóvember.