Heim MicrosoftWindows Mobile Uppfært: Líftími og uppfærslur – Windows Phone

Uppfært: Líftími og uppfærslur – Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Uppfært: Microsoft lengdu líftíma WP8 úr 18 í 36 mánuði.

Allar vörur eiga sinn líftíma hjá framleiðendum og er Microsoft engin undanteknir þar á. Nýlega fundu menn upplýsingar um líftíma Windows Phone á heimasíðu Microsoft, en þar kemur fram kemur að Microsoft styður að fullu WP7 í 18 mánuði og WP8 í 36 mánuði eftir að líftími kerfisins hefst.

Þetta hefur vakið mikla athygli síðustu daga þó svo Microsoft hafi sagt frá þessu við nokkur tækifæri allar götur síðan Windows Phone 7 kom á markað.

 

Hvað þýðir þetta fyrir notendur

 

Windows Phone 7

  • Kom út í nóvember 2010 sem segir okkur að lífhringi kerfisins hefði átt að ljúka í maí 2012.
  • Uppfærslan (Mango) kom út í lok árs 2011 og þar með byrjaði nýr 18 mánaða hringur
  • Um mitt ár 2012 kom önnur minniháttar uppfærsla sem bar nafnið Tango
  • Í byrjun febrúar 2013 kom 7.8 uppfærslan sem bætti öðrum 18 mánuðum við líftíma kerfisins

Það var mikil óænægja með að ekki væri hægt að uppfæra Windows Phone 7 í Windows Phone 8 og er sú óánægja nokkuð skiljanleg. Windows Phone 7.8 er engu að síður nokkuð stór uppfærsla sem er að fullu stutt þangað til í september 2014, af því gefnu að það komi ekki önnur stór uppfærsla fyrir Windows Phone 7

Það er því orðið ljóst að Windows Phone 7 er með fullan uppfærslu- og öryggisstuðning frá Microsoft í hið minnsta tæplega 4 árum eftir að kerfið kemur á markað.

 

Windows Phone 8

  • Kom út í desember 2012 og þannig lýkur opinber stuðningur við Windows Phone 8 í janúar 2016 nema að það komi nýjar uppfærslur sem þá endurvekja þessa 36 mánuði.

 

Telja má mjög líklegt að Microsoft komi með uppfærslu sem endurnýjar líftíma Windows Phone 8 stýrikerfisins en talað hefur verið um Windows Phone 8.5/9 eða jafnvel Windows Phone Blue seinna á þessu ári.

Birtist fyrst á Simon.is

 

Heimild

Microsoft

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira