Heim ÝmislegtApple Tölfræði – Hvernig tölvur nota háskólanemar á Akureyri?

Tölfræði – Hvernig tölvur nota háskólanemar á Akureyri?

eftir Jón Ólafsson

Eitt af því sem ég elska við að lifa og hrærast í þessum tækniheimi er þörf okkar til að rökræða um hvað sé besti síminn, besta stýrikerfið eða besta fartölvan. Ég er svo sem engin undantekning á þessu en segi þó í fullri alvöru að þetta ristir nú ekki djúpt hjá mér því ég elska almennt alla tækni og fæ mikið útúr því að prófa nýja hluti. Hver svo sem ástæðan er hjá okkur mannfólkinu, hvort sem það er stríði eða þörf til að sannfæra sjálfan sig eða aðra um ágæti tækisins þá er gaman að taka þátt í þessu og sérstaklega ef maður nær að æsa einhvern upp.

Í gær var einmitt póstað á Facebooksíðu mína mynd af forsíðu Fréttablaðsins, vitanlega var þetta allt í léttu gríni en inntakið var Háskólamenn = Gáfað fólk sem velur Apple  🙂

Þetta fékk mig samt til að hugsa um hlutfall Apple vs Windows í háskólaumhverfi og hvernig þetta er í raun og veruapple_hi

Er hlutfall Apple vs Windows notenda mögulega annað í háskólaumhverfi en annarsstaðar og hefur það virkilega breyst svona mikið síðan ég var í Háskóla?

 

Hér má sjá samskonar könnun í HÍ

 

Ég er að bíða eftir gögnum frá öllum háskólastofnunum en Háskólinn á Akureyri tók vel í beiðni mína og svörðu strax en hér er tölfræði frá þeim.

Apple vs Windows notendur á þráðlausu neti

Apple vs Windows notendur á þráðlausu neti

 

Eins og sjá má þá er nokkuð afgerandi Windows slagsíða hjá þeim sem nota þráðlausanetið í Háskólanum á Akureyri.

 

Hér má sjá hvernig hlutföllin eru hjá þeim sem heimsækja heimasíðu háskólans sem er www.unak.is

unak_vefur

Apple vs Windows – Hlutfall stýrikerfa á heimasíðu Háskólans á Akureyri www.unak.is

 

Þar er munurinn enn meiri og jafnvel enn meiri en ég hef séð t.d. hér á Lappari.com

 

  • Að beiðni UNAK birtum við bara hlutföll, ekki fjölda heimsókna
  • Ég var bara að leitast eftir Windows vs Apple samanburði og því síaði ég frá allt annað

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira