Heim ÝmislegtFréttir Fréttatilkynning – Haustráðstefna Advania

Fréttatilkynning – Haustráðstefna Advania

eftir Ritstjórn

Lappari.com fær oft fréttatilkynningar sendar víðsvegar frá og ef þær vekja áhuga okkar, þá birtum við þær…  Í þessari fréttatilkynningu er verið að kynna glæsilega haustráðstefnu Advania sem við mælum með að allir IT þenkjandi aðilar kynni sér vel.

 

—- Fréttatilkynning er birt óbreytt hér að neðan —-

Myndir frá Advania og voru teknar á Haustráðstefnu Advania 2014

 

 

Tæknileiðtogar vísa leið til framtíðar á Haustráðstefnu Advania

Helstu atriði:

  • Haustráðstefna Advania er í Hörpu í 21. sinn þann 4. september
    –  sjá dagskrá á www.conference.advania.com
  • Glæsileg dagskrá og tækniupplifun fyrir hádegi í Eldborg
  • Eftir hádegi má velja úr 19 fyrirlestrum á 3 fyrirlestralínum
  • Dagskrá sem öllu jafna er ekki í boði á Íslandi
  • Hægt er að kaupa miða á forkaupsverði til og með föstudeginum 28. ágúst

 

„Nútímasamfélag stendur á merkilegum tímamótum. Tækni sem áður var efni í vísindaskáldsögur er nú orðin að veruleika; Geimferðir til fjarlægra hnatta, sjálfkeyrandi bílar, tölvur og snjalltæki sem skilja talað mál. Á ráðstefnunni leitum við svara við því hvaða þýðingu hefur þetta fyrir okkar daglega líf og hvernig getur atvinnulífið getur nýtt sér þær tækniframfarir sem eru farvatninu?“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania.

 

Fyrir hádegi er fjallað um eftirfarandi:

  • Hvernig er lent á halastjörnu sem ferðast á allt að 135 þúsund kílómetra hraða á klukkustund?
  • Mun bílum á götum borga heimsins fækka um 90% þegar þeir verða sjálfkeyrandi?
  • Hvernig virka gervifætur sem stýrt er með hugarorku?
  • Hvernig er hægt að kenna tölvum að þekkja orð og myndir?
  • Hvað vita tölvurisar eins og Google um okkur og hvernig geta þeir spáð fyrir um óorðna atburði?
  • Hvernig eigum við að búa börnin okkar undir líf í stafrænum heimi?
  • Hvernig er best staðið að nýsköpun og hvert stefnir upplýsingatæknin?

 

Þeir sem koma fram í Eldborg eru eftirfarandi:

  • Sævar Helgi Bragason
  • Mark McCaughrean hjá Evrópsku geimferðarstofnuninni
  • Dr. Ralf G. Herrtwich hjá Daimler – Benz
  • Andreas Ekström blaðamaður og rithöfundur
  • Dr. Þorvaldur Ingvarsson hjá Össuri
  • Úlfar Erlingsson hjá Google,
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og stofnandi Skemu
  • Ólína Helga Sverrisdóttir (Tech Olina)
  • Gestur G. Gestsson forstjóri Advania
  • Jón Tetzchner frumkvöðull og stofnandi Vivaldi og Opera Software
  • Gísli Marteinn Baldursson sem jafnframt heldur lokaræðu

 

advania_haust2

 

Eftir hádegi býðst ráðstefnugestum að sérsníða sína dagskrá. Hægt er að velja úr 19 hagnýtum fyrirlestrum á þremur línum og leitast verður við að svara spurningum sem snerta okkar daglega vinnulíf sbr.:

  • Hvaða öryggisógnir blasa við nútímafyrirtækjum og hvað þurfa þau að gera til að verja sig til framtíðar?
  • Hvernig má nota snjallsíma sem jarðskjálftamæla?
  • Hver er lykillinn að árangri ferðaþjónustu í að selja þjónustu sína á netinu?
  • Hver er þróun mála í smásölu og fjármálaþjónustu?
  • Hvernig er íslensk tækni notuð af Interpol og öðrum löggæsluaðilum til að berjast gegn barnaklámi?
  • Hvernig má nota sýndarveruleika til að skipuleggja borgir framtíðarinnar?
  • Hvernig má nota snjalltæki við verðlagseftirlit í rauntíma?
  • Hópfjármögnun hefur bylt fjármögnun skapandi greina en hvernig mun hún bylta bankaþjónustu?
  • Hvernig færðu mest út úr Windows 10?
  • Hvernig er hægt að nota fjarvinnslu til að ná hámarksárangri
  • Hvernig geta þjónustu- og fjármálafyrirtæki náð forskoti með hugbúnaði?
  • Skattskil eru rafræn og lán tugþúsunda voru endurreiknuð á mettíma. Hvernig var þetta gert?
  • Hvernig er best að nálgast starfsfólk framtíðarinnar?
  • Hvernig geta rótgróin fyrirtæki eins og bankar nýtt nýsköpun?
  • Hvernig má hraða þróun hugbúnaðar verulega?

 

Vefslóð ráðstefnunnar
www.conference.advania.com

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira