Heim Föstudagsviðtalið Halldór Jón Garðarsson

Halldór Jón Garðarsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 95 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Halldór Jón Garðarsson er maðurinn og er Gaflari og Haukamaður. Er giftur Írisi Helgu Baldursdóttur, á þrjár dætur og einn hund. Gerist kannski djarfur að sumra mati að kalla mig Gaflara þar sem ég er fæddur í Reykjavík en hef ávallt búið í Hafnarfirði og þá eru foreldrar mínir fæddir í Hafnarfirði.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Vörustjóri Canon ljósmynda-, töku- og prentbúnaðar hjá Nýherja frá 2006 þannig að maður nýtur þeirra forréttinda að vera í samskiptum við mikið af skapandi og hæfileikaríku fólki í ljósmyndun og kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Er reyndar búinn að starfa hjá Nýherja síðan 2002 þannig að þetta eru 13 ár hjá þessu skemmtilega og öfluga fyrirtæki.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Drauma morguninn er þegar maður vaknar á milli sex og hálf sjö og fer út með hundinn, hvort sem er göngutúr eða tekur jafnvel smá hlaup. Svo uppgötvaði ég fyrir nokkrum árum strætókerfið á Íslandi og reyni að nýta mér það til að koma mér úr Firðinum í Borgartúnið. Sem betur fer er maður í ansi skemmtilegu og fjölbreyttu starfi og með litríka vinnufélaga ef svo má að orði komast. Eftir vinnu er það fjölskyldan og svo ýmis áhugamál, hvort sem það eru Haukarnir eða eitthvað annað.

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Byrjaði að vinna á mánudaginn eftir mjög gott sumarfrí. Annars er bara salan á fullu og maður er að skerpa á hlutunum fyrir haustið og veturinn, t.d. markaðsaðgerðir o.fl. Þá fluttum við fjölskyldan í nýtt húsnæði í vor þannig að við höfum verið að dytta að því.

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Hef að sjálfsögðu notað Lenovo ThinkPad fartölvur frá 2002. Get ekki verið án tölvunnar og nota hana það mikið að ég reyni orðið að minna mig á að taka smá hvíld öðru hvoru.

 

Hvaða nýjungum í ljósmyndun/ljósmyndabúnaði eiga lesendur að fylgjast með í náinni framtíð?

Það hefur verið gríðarleg þróun í ljósmyndabúnaði á síðustu árum og maður sér nú ekki fyrir endann á þeirri þróun. Canon er t.d. komið með 50 megapixla vélar sem er draumur fyrir ljósmyndara sem þurfa svo stórar skrár, sérstaklega þar sem um DSLR myndavél er að ræða. Mér finnst einnig frábært hversu notendavænt það er orðið að senda myndir úr Canon myndavélum yfir í snjalltæki með Wi-Fi eða NFC þar sem það gefur fólki kost á að deila hágæða myndum á samfélagsmiðla með einfaldari hætti en áður. Þá mætti nefna ISO sprengjuna sem er komin hjá ýmsum framleiðendum og svo mætti lengi telja.

 

Lífsmottó?

Hafa gaman af því sem maður er að gera frá degi til dags.

 

Sturluð staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

Kann ansi marga texta með Iron Maiden.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Botnleðja, Kátir Piltar, Björgvin Halldórsson, Palli Rósinkranz, Andrés Þór Gunnlaugsson, Agnar Már Magnússon, Margrét Eir, Pollapönk og svo mætti lengi telja…

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Enn með Windows 7 þó svo að ég sé að vinna hjá IT fyrirtæki en fer nú væntanlega í Windows 10 með haustinu.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Moto X

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Skjárinn er frábær, mjög ánægður með hlutföllin á honum. En annars er ég búinn að eiga hann í svo stuttan tíma þannig að ég er enn að kynnast honum. En lítur mjög vel út…

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Hringja
  2. Vefsíður
  3. Facebook
  4. Tölvupóstur
  5. SMS
  6. Nota að sjálfsögðu ávallt Canon myndavél til að taka myndir og sendi þær svo í símann…

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Það var risa hlunkur með loftneti og öllu. Man nú ekki nafnið á framleiðandanum en ég labba nánast enn þá skakkur eftir að hafa burðast með hann í vasanum.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Moto X eða Moto Nexus

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Petapixel, Phoplographer, Canonrumors og fleiri rumor síðum, CNET o.fl.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Hvet fólk að taka ljósmyndir á myndavél í stað síma. Og auðvitað að prenta út.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira