Heim Föstudagsviðtalið Gestur Örn Arason

Gestur Örn Arason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 94í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Gestur Örn Arason fæddur og uppalinn á Akureyri, giftur Erlu Bryndísi og á 3 yndisleg börn.

 

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég starfa sem verslunarstjóri símans akureyri , hef unnið hjá símanum í 8 ár með 1 ári undanskildu þegar ég starfaði hjá Ljósgjafanum

 

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Vakna um 7:15 kem mér í sturtu og börnun á leikskóla og í skóla og reyni að vera mættur í vinnu um 8 leytið og vinn til 16-17 á daginn svo er farið heim og sinnt fjölskyldu og áhugamálum sem eru nokkuð mörg hjá manni

 

 

Hvað er um að vera hjá þér þessa dagana?

Alltaf brjálað að gera hjá manni í vinnunni og sinna stóru heimili   🙂

 

 

Hvernig nýtast tölvur/Tækni í þínu starfi?

Þær nýtast gríðalega vel þar sem nánast allt sem við gerum fer í gegnum tölvu og eða síma .

 

 

Lífsmottó?

Hafa gaman að lífunu og lifa því   🙂

 

 

Sturlið staðreynd um þig sem fáir/enginn veit?

ÞAÐ ER AÐEINS EINN GEDDIARA (vita það reyndar allir ) og ég er ekki kominn yfir 100 kg þó margir haldi það.

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Rúnar Eff , Hvanndalsbræður, Stony , Stebbi Jak og ég yrði drepinn ef ég segði ekki Jóhannes Valgeirsson.

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy S6 edge

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Mydavélin frábær og símtækið er gríðalega hraðvirkt.

 

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóst
  2. Simtöl
  3. Myndavélin
  4. Facebook
  5. Leikir

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110

 

 

Hvaða síma mundir þú vilja kaupa þér? (eða draumasími framtíðarinnar)

Ég vinn þannig vinnu að við reynum alltaf að vera með bestu tækin hverju sinni , draumasíminn er kannski eins og Kristján Atli sagði sameina flaggskip allra framleiðanda með kostum og göllum

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Lapparinn, gsmarena.com, siminn.is , og svo er maður alltaf að detta inná fullt af góðum síðum í vinnunni

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Haldið endilega afram með þetta flotta starf sem unnið er á Lapparanum, eigið hrós skilið fyrir tíman sem þið gefið ykkur í að t.d afpakka nýjustu símunum sem eru að koma á markað.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira