Heim UmfjöllunUmfjöllun annað Koloss frá Thonet & Vander

Koloss frá Thonet & Vander

eftir Jón Ólafsson

Lappari.com hefur áður prófað hátalara frá þýska framleiðandanum Thonet & Vander (T&V) en áður prófuðum við Kürbis Bt og síðan Kugel en þeir stóðu sig mun betur en ég þorði að vona.

Núna fór ég að leita mér að öflugri hátölurum sem ég gæti jafnvel notað í stofuna heima hjá mér og var því eðlilegt að leita í Tölvutek og skoða úrvalið þar. Ég endaði (vitanlega) á öflugasta settinu frá T&V sem heitir einfaldlega Koloss og hafa þeir fengið einróma lof erlendra miðla og því áhugavert að sjá hvernig mér líkar við þá.

 

Eins og fram hefur komið áður þá höfðum við lagst í nokkra rannsóknarvinnu yfir merkinu Thonet & Vanders og allt leit vel út sem við fundum á netinu. Bæði hafa Kürbis Bt og Kugel reynst mér það vel að ég skilaði aldrei prufusettinum heldur keypti ég þau í stað þess að skila þeim og það segir til um hversu ánægður ég er með þá. Fyrirfram er ég því nokkuð viss um að Koloss komi til með að standa sig vel og verður áhugavert að sjá hvort það reynist ekki rétt.

 

Hér má sjá afpökkun á Koloss

 

 

Hvað er í kassanum?

Koloss samanstendur af tveimur hátölurum, annar er með innbyggðum magnara sem síðan er tengdur við stakan hátalara með 3 metra snúru. Á hátalaranum, sem er með magnaranum eru RCA og Optical inngangar ásamt hljómstillingum og straumtakka.

Í kassanum eru tveir hátalarar, snúrur milli hátalara, snúra frá hátalara að tæki (RCA í 3,5mm Jack), fjarstýring og síðan leiðarvísir með upplýsingum um tækið og uppsetningu.

img_prod2_koloss

 

 

Hönnun

Hátalarnir virkuðu mun minni komnir heim og í stofuna en ég átti von á eftir að hafa skoðað þá uppá borði í Tölvutek. Það er greinilegt þegar Koloss eru handleiknir að þetta er vönduð vara og gott að sjá að allur frágangur er til fyrirmyndar og hátalarnir sterklegir. Þeir eru látlausir og stílhreinir að sjá og líta út eins og venjulegir stofuhátalarar sem mér líkar vel við (ekkert of space’að útlit). Á framhlið þeirra er svört tauhlíf sem hlífir þremur stökum hátölurum, það eru tvær bassakeilur sem eru 6.5″ og sjá þær um miðju og lágtóna og er þar einnig hárnákvæmur 1″ tweeter sem sér um hátóna.

 

Koloss5Stærðir

  • Hæð: 55.5 cm
  • Breidd: 21.5 cm
  • Dýpt: 24 cm

 

Annar hátalinn er, eins og fyrr segir, með innbyggðum magnara ásamt því að á hægri hlið (séð framan frá) er sjálft stjórnborðið fyrir þá en þar eru sterklegir og vandaðir takkar.

Á stjórnborðinu er hægt að hækka og lækka, stilla bassa og treble, mute takki ásamt því að stilla hvaða inngangur er notaður, en hægt er að tengja Bluetooth, RCA eða Optical inngang við Koloss. Eftir smá skoðun þá var einfalt að átta sig á því hvernig stjórnborðið virkar en leiðbeiningar eru líka góðar og skýrar.

 

Hátalararnir standa á púðum sem gerir það að verkum að hátalararnir standa stöðugir á gólfi/borði og renna ekki auðveldlega til ásamt því að það minnkar líkur á víbring, hátalararnir hreyfast þ.a.l. lítið ef hækkað er duglega í þeim.

Ég er ánægður með að sjá að það er ekki sér snúra með stjórnun á tónstyrk eins og er á Kugel, eins og tekið var fram í þeirri umfjöllun þá er það bara eitthvað sem getur bilað og er pirrandi í daglegri notkun.

 

 

Uppsetning

Uppsetning á Koloss var mjög einföld en ég prófaði bæði Bluetooth og síðan með RCA snúrunni í hljóðkortið á stofutölvunni (Media Center).

Afspilun af Media Centar tók nokkrar sekúndur að setja upp enda bara stungið í samband og síðan var RCA inngangur valinn á fjarstýringu.  Næst prófaði ég að tengja Koloss með Bluetooth við ThinkPad Carbon fartölvu, iPad spjaldtölvu, Nexus 6 og síðan Lumia 1520 snjallsímann. Þetta gekk alltaf eins og í sögu en notendur verða samt að muna eftir því að slökkva á Bluetooth eða eyða pörun af viðkomandi tæki áður en Koloss er tengt við næsta Bluetooth tæki.

Uppsetning og tenging á Koloss við afspilunartæki er því eins einföld og hún má vera en það má segja að hátalararnir virki með öllum afspilunartækjum sem eru með Bluetooth og/eða 3.5mm tengi fyrir heyrnartól.

 

 

Hljómburður

Koloss eru eins og fyrr segir staðsettir inni í stofu og komu þeir mér nokkuð á óvart á bæði jákvæðan hátt og neikvæðan. Þrátt fyrir að vera frekar litlir og nettir þá er hljómburður mjög góður og sér í lagi líkaði mér við mjúkan og nákvæman bassahljóm ásamt kristaltærum háhljómi.

Ég prófaði að tengja þá við flest tæki sem ég gat á heimilinu og má segja að þeir hafi aldrei valdið mér vonbrigðum og réðu með stæl við allt sem ég prófaði í þeim. Það heyrist greinilega töluverður munur á hljómgæðum sem berst frá tækjum en sem dæmi þá var hljómur mun lakari frá 20 þús króna spjaldtölvu samanborið við 150 þús króna snjallsíma sem verður að teljast eðlilegt.

 

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

 

Við lágan styrk hafði ég gaman af því að hækka vel í bass/tre en hljómurinn sem næst þannig er einstaklega hlýr og tær. Ég prófaði að keyra tónstyrkinn vel upp og þoldu þeir vel allt sem ég taldi vera eðlilegt fyrir þá og þurfti tölvert til að bjaga hljóminn.

Uppgefið tónsvið Koloss er frá 40Hz og upp í 20KHZ en settið er uppgefið 160 Watts RMS eða 80 á hvorn hátalarara.

 

Einu vonbrigðin (ef vonbrigði er hægt að kalla) sem ég upplifði voru þegar ég tengdi þá við sjónvarpið en mér finnst vanta auka bassa eins og maður er vanur í 2.1 settum þar sem sérstakt bassabox fylgir með. Þetta er því kannski meira vani hjá mér að hafa alltaf 2.1 sett við sjónvarpið frekar en vonbrigði með Koloss. Þetta er því svo sem ekki bundið við Koloss heldur öll 2.0 sett en góðu fréttirnar eru að Tölvutek selur bassabox  sem heitir SW10 og smellpassar með Koloss.

 

 

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

Tweeterinn í Koloss er svipaður og í Kugel en hann er 1″ stór, gerður úr hágæða silki og skilar sér í mjög nákvæmum og öflugum tweeter.

Silk is one of the strongest natural fibers. Unlike synthetic fibers, it has a soft, smooth and stress-resistant texture. Its firmness and sensitivity allows high performance, yield and quality in the reproduction of treble. That´s why this noble material is used in our classic 2.0 and Hi- End line tweeters.

 

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

Mynd af heimasíðu Thonet & Vander

Bassakeilurnar sem eru tvær eru hvor um sig 6.5″ að stærð og töluvert öflugri en í Kugel og Kürbis BT en hún er gerð úr sérstöku efni sem kallast aramid fiber og skilaði sér í mjúkum, djúpum og nákvæmum bassa við minni tónstyrk og er nægilega öflug til að skila hlutverki sínu vel þegar hækkað er í þeim (öflugt kick).

Aramid fiber is a synthetic, firm and light fiber. It is an organic material of high performance due to its outstanding thermal and mechanical resistance. It is characterized by being resistant to shocks, light and moisture. Usually this material is used in the aerospace, textile and security industries due to its rigidity and its ultra slim weight. We use it to develop the woofers for our classic 2.0 and Hi End line

 

 

Niðurstaða

Eftir að hafa prófað Kürbis BT og Kugel þá gerði ég vissar væntingar til Koloss og í stuttu máli má segja að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum.  Koloss eru mjög vel smíðaðir hátalarar, massífir og sterklegir að finna og má segja að gæðin skíni hreinlega í gegn þegar hátalarnir eru handleiknir. Ef þú ert að leita að öflugum hátölurum til að tengja þráðlaust eða með þræði við snjalltæki heimilisins eða bara að stofuhátölurum þá virðast Koloss vera mjög góð kaup og standast samanburð með sóma.

Helsta sem ég get sett útá Koloss er verðið á þeim en þeir eru frekar dýrir samanborið við annað á markaðnum, á móti eru notendur að fá hátalara með mikið notagildi ásamt því að að fá öfluga og hljómmikla hátalara.

Þeir skilja mig eftir með höfuðverk, á ég að skila þessum hátölurum eins og venja er eftir prófanir eða mun ég enda á því að kaupa þessa eins og aðra T&V hátalara sem ég hef prófað?  #1stworldproblem

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira