Núna styttist óðum í að Windows 10 komi í dreyfingu en eins og flestir vita þá verður Windows 10 ókeypis uppfærsla næstu 12 mánuði fyrir þá sem eru með Windows 7 og Windows 8.x á tölvunum sínum.
Það virðist vera ágætis stemming fyrir Windows 10 samkvæmt könnun sem Lappari gerði fyrir skemmstu.
Samkvæmt Microsoft þá mun fyrirtækið dreyfa Windows 10 í nokkrum bylgjum til notenda og sú fyrst byrjar að 29 Júlí næstkomandi.
- Fyrsta bylgja mun verða miðað að fimm milljónum Windows Insider´a sem hafa verið að prófa alpha/beta útgáfu af Windows 10 síðustu mánuði.
- Næst eru notendur sem hafa skráð sig fyrir niðurhali á Windows 10 en það er gert með því að smella á fána/Windows icon sem birtist niðri hjá klukku notenda.
- Enterprise notendur (sækja Windows á VLSC) geta sótt Windows 10 1. ágúst
Þetta þýðir að mögulega færð þú ekki möguleika á því að uppfæra á fyrsta degi en allar bylgjur ættu samt að vera “komnar í loftið” fyrir mánaðarmót.
Notendur ættu ekki að þurfa að hræðast þessa uppfærslu mikið þar sem að uppfærslan færir gögn eins og skjöl og ljósmyndir með sér yfir í Windows 10 úr eldri útgáfum. Það ætti sem sagt ekki að þurfa að setja tölvuna upp frá grunni. Þó svo að við höfum uppfært margar vélar í Windows 10 í prófunum okkar síðustu mánuði án vandræða þá viljum við samt ýtreka að það sé sniðugt að taka öryggisafrit (eins og allir gera vikulega?) af öllum mikilvægum gögnum áður en uppfærslan fer í loftið að fyrirbyggja gagnatap sem getur mögulega gerst. Það getur alltaf eitthvað bilað eins og t.d. harðdiskur sem getur valdið því að uppfærslan klikkar og gögn tapast.
Við ýtrekum að þessi uppfærsla er ókeypis í eitt ár en ef þú ákveður að býða í ár þá mun Windows 10 kosta $119.