Heim MicrosoftWindows 10 Windows 10 TH1 uppfærslan

Windows 10 TH1 uppfærslan

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Núna 15. júlí keyrði Microsoft út uppfærsluna TH1 10240, sem þeir nefna Threshold, og verður aðeins hægt að setja upp þessa útgáfu með Windows Update. Talað er um að þetta sé næst RTM (Release to Manufacturer) útgáfunni og búist er við að það verði þónokkuð um uppfærslur alveg fram að útgáfudeginum, 29. júlí.

Fyrstu viðbrögð við þessari uppfærslu eru góðar. Það sem var mér mest til leiðinda í útgáfunni á unda var að skjárekill (e. displaydriver) var að hrynja á skrýtnum tímum og þegar vélin kom úr sleep mode. Svo voru að koma fram draugavillur, villur sem maður getur ekki framkallað aftur sjálfur og leysast sjálfar, sem voru alls ekki að gera mér glaðan dag. Kerfið er sprækt og gott að vinna í því, Edge browserinn er hraður og núna með InPrivate Window möguleika ásamt því að Windows Store fyrir Win10 er komin úr BETA.

Svo er ein viðbót að auki og það er streymispilun í gegnum XBOX One. Sem stendur er aðeins hægt að streyma því sama og er á XBOX vélinni en með tímanum verður hægt að streymispila af XBOX vélinni á Windows 10 vél ásamt því að vera keyra annað app á XBOX vélinni sjálfri. Til að sjá hvernig þetta virkaði þá ákvað ég að prófa þetta á fyrirtækjavél, semsagt ekki leikjaskjákort, og yfir þráðlausa netið til að sjá hvernig þetta virkaði undir aðstæðum sem eru ekki alveg eins og best er á kosið. Ég prófaði bæði að streyma video og tölvuleik og verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Næst prófa ég þetta þegar multitasking verður möguleiki og geri það þá bæði yfir þráð og þráðlaust.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira