Heim ÝmislegtAndroid Microsoft er samstarfsaðili Eurovision í tæknimálum

Microsoft er samstarfsaðili Eurovision í tæknimálum

eftir Jón Ólafsson

Við sögðum fyrir skemmstu frá Eurovision app sem er fyrir Android, iOS og Windows tölvur og símtæki. Okkur barst í dag fréttatilkynning þar sem farið er dýpra í virkni appsins og smá baksögu.

Fréttatilkynningin birtist óbreytt hér að néðan

—————————————————

 

Allir söngtextar, stigagjöf og karókíuútgáfur á einum stað:  Búist við að 1 milljón sæki Eurovision-appið

  • • Hægt er að fylgjast með niðurstöðum kosninga í appinu
  • Sérsniðið að Eurovision-partýum. App-notendum gefst færi á að senda keppendum spurningar í græna herbergið
  • Notendur geta fundið út hvað áratug keppninnar þeir tengi best við
  • „Appið gerir skemmtilega keppni ennþá skemmtilegri,“ segir viðburðar- og kynningarfulltrúi íslenska aðdáendaklúbbsins FÁSES

 

Microsoft hefur sett í loftið formlegt Eurovision app þar sem hægt er að fylgjast með niðurstöðum kosninganna, nálgast texta allra laga og finna upplýsingar um keppendur ásamt því að syngja lögin í keppninni í karókí. Segja má að það sé sérsniðið að Eurovision-partýum og hörðum aðdáendum sem vilja auka við upplifun sína af keppninni.

Búist er við að 1 milljón manns muni ná í appið og að allt að 500 þúsund manns noti appið samtímis á meðan keppnin er í gangi.

Appið heitir fullu nafni „Eurovision Song Contest“. Það fæst í öllum helstu app-verslunum og er ókeypis en Microsoft hefur nýverið tekið við sem opinber samstarfsaðili Eurovision í tæknimálum.

Gefst færi á að senda keppendum spurningar
„Þetta er nauðsynlegt verkfæri fyrir alla Eurovision aðdáendur. Appið er skemmtilegt að því leyti að það býður upp á nokkra gagnvirka möguleika þar sem m.a. gefst færi á að senda keppendum spurningar. Þetta gerir skemmtilega keppni vonandi ennþá skemmtilegri,“ segir Laufey Helga Guðmundsdóttir, viðburðar- og kynningarfulltrúi FÁSES, Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

„Það er skemmtilegt fyrir okkur að Microsoft skuli koma að Eurovision-keppninni,“ segir Helga Dögg Björgvinsdóttir, markaðsstjóri Microsoft á Íslandi. „Þetta er einstakur viðburður sem tengir saman fólk um allan heim og um leið einstakt tækifæri til að nýta það sem Microsoft er að gera í nýsköpun og þróun til að bæta upplifun fólks af keppninni. Þar erum við ekki bara að tala um appið og Lumia snjallsímana sem tæknifólkið í útsendingunni notar heldur einnig Azura skýþjónustuna og Yammer samskiptaforritið.“

Tengir þú best við áratug Abba, Bobbysocks eða Loreen?
Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, er einna ánægðastur með möguleika í appinu sem nefnist MatchMaker en það er leikur þar sem notendum gefst kostur á að finna út hvað áratug keppninnar þeir tengi best við.

Áhorfendur keppninnar eru um 200 milljónir um allan heim, en þátttökulöndin í ár eru 40 talsins. Á keppninni eru um 1.700 blaðamenn víðsvegar úr heiminum.

 

Sæktu appið núna

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira