Við hér á Lappari.com höfum verið að prófa nýjan síma sem kom í sölu fyrir skemmstu en það er Lumia 640 LTE en hann var kynntur á MWC ráðstefnunni sem framm fór í Barcelona í byrjun Mars. Microsoft kynnti bæði þennan síma og síðan annan stærri útgáfu sem heitir Lumia 640 XL.
Það er gaman að segja frá því að Lappari.com var á staðnum þegar Lumia 640 var kynntur og tók að því tilefni saman þetta stutta myndband.
Hér má sjá Lumia 640 afpökkun
Þó að við séum rétt byrjaðir á umfjöllun okkar um símtækið þá er um að gera að taka saman hvernig fyrsta upplifun okkar er. Lumia 640 smellur inn í “miðlungssímtækjaflokk” og segja má að hann sé vel búinn miðað við verð en hann kostar hjá umboðsaðila 37.990 m/vsk (07.05.2015) sem er ekki mikið fyrir snjallsíma.
Lumia 640 getur gert flest allt sem stærri og dýrari snjallsímar geta en það finnst samt að hann er ekki jafn vel búinn vélbúnaðarlega og dýrari símar. Forrit eru aðeins lengur að ræsa sig upp sem er kannski eðlilegt þegar hann er borinn saman við helmingi dýrari símtæki eins og Lumia 930 eða Lumia 1520.
Helstu kostir.
- Stýrikerfi: Windows 8.1 með Denim (uppfæranlegt í Windows 10)
- Skjár: 5″ HD IPS LCD skjár með 1280 x 720 upplausn við 294 ppi
- Kubbasett: Snapdragon 400
- Örgjörvi: Fjórkjarna Cortex-A7 @ 1,2GHz
- Vinnsluminni: 1GB
- Geymslurými: 8GB
- Rafhlaða: 2500 mAh
- Myndavélar: 8MP aðalvél og 1MP (720p) fyrir myndsímtöl (sjálfur)
- Annað: Rauf fyrir allt að 128GB microSD kort – Bluetooth 4.0 – WiFi 802.11 b/g/n – DLNA – Hotspot – A-GPS / Glonass – FM útvarp – microUSB 2 fyrir hleðslu – 3.5mm tengi fyrir heyrnartól
Stærðir í mm eru: Hæð: 141,3 – Breidd: 72,2 – Þykkt: 8,8
Það er síðan ansi merkilegur kaupauki sem fylgir ókeypis með en það er Office 365 Personal áskrift sem gildir í eitt ár en hún kostar venjulega $69.99 aukalega. Notendur verða reyndar að virkja áskriftina fyrir 14. Ágúst 2015 en þá rennur þetta tilboð út.
Þetta er ansi magnaður pakki sem inniheldur meðal annars
- Office pakkinn með Word, Excel, PowerPoint, Outlook, OneNote, Publisher og Access á PC eða Macca
- Office pakkinn á eina spjaldtölvu og eitt símtæki
- 1 TB af OneDrive geymslurými fyrir einn Microsoft notenda (um skýjadrif)
- 60 mínúndur á mánuði fyrir einn Skype notenda
Það er einfalt að virkja þessa áskrift þegar eigendur hafa sett upp símann og helstu forrit
- Fara í Windows Store og sækja Office 365 Gift app á símtækið
- Í appinu er skráningaferli sem endar með því að notendur eru látnir staðfesta netfangið sitt
- Notendur fá síðan tölvupóst frá Microsoft með upplýsingum um hvernig áskriftin er gerð virk
- Best er fyrir notendur að opna tölvupóstinn á því tæki sem sem á að virkja eftir leiðbeiningum.
Enn sem komið erum við sáttir við tækið og því ekkert annað fyrir okkur að gera nema halda áfram prófunum okkar og minni ég á ýtarlegri umfjöllun sem von er á um Lumia 640 á næstu vikum.