Lappari.com fékk nýlega lánaða Synology BeeStation skýjarafritunarlausn frá Ofar.is til að prófa og leika okkur að. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá má í stuttu máli segja að þú getir búið til þitt eigið persónulega ský með BeeStation. Þar getur þú geymt afrit, geymt eða nálgast og deilt skjölum á einfaldan hátt.
Það er því um að gera að kynna þessa græju til sögunnar með eldheitu afpökkunarmyndbandi en undir hljómar frábært lag frá Hjálmum sem heitir einfaldlega Vor og má sjá myndband við þetta lag hér..