Heim Ýmislegt Á ég að nota Starlink í staðinn fyrir ljósleiðara?

Á ég að nota Starlink í staðinn fyrir ljósleiðara?

eftir Jón Ólafsson

Við fengum ansi áhugaverða spurningu frá lesenda fyrir skemmstu sem mig langar að aðeins að fjalla um.

Spurningin var: Ég er alvarlega að íhuga að flytja mig alfarið yfir í Starlink þar sem nethraði hjá þeim dugar meira en nóg. Getið fært fram skýringu af hverju ég ætti ekki að gera það?

Persónulega hef ég heyrt mismunandi sögur frá notendum hér á Íslandi… Starlink er bæði frábært og ömulegt, það er því næg ástæði til að skoða Starlink aðeins betur.

Drægni á Íslandi

Það eru mun færri hnettir að fara yfir norðurhvelið eins og staðan er í dag en það mun mögulega batna með tímanum. En maður veit svo sem aldrei með eitthvað sem Elon Musk á eða hefur lofað…

Live Starlink Satellite and Coverage Map (satellitemap.space)

Hraði

Ég hef séð hraðatest á Starlink á Íslandi sem er alveg að ná 150-200 Mbps sem dugar í flest en hafa verður í huga að hærra latency á gerfihnattasamböndum hefur mikil áhrif á upplifun notenda.

Svartími (e. Latency)

Verandi kominn á 10GB internet samband þá veit ég að latency hefur mun meiri áhrif á upplifun frekar en hraði…. þrátt fyrir að ég geti download´að á mun meiri hraða í dag þá þá er upplifun á þjónustum og síðum sem ég nota svo til sú sama og var á 1GB. Það skiptir því mjög miklu máli í þessu samhengi að latency er alltaf mun meira á loftlinkum sem og þessum hjá Starlink.

Hraði notenda getur flöktað mjög mikið og gerir það sannarlega eftir álagi á kerfinu og jafnvel veðri, enda þarf diskur notenda að hafa samskipti við gerfihnött sem þarf aftur að tala við landstöð og síðan til baka aftur áður en gögnin/síðan birtist á skjánum þínum.

Latency á ljósleiðara (jafnvel kopar líka) er nær alltaf um eða undir 10ms, meðan latency á Starlink er frá 25ms uppí 100+ = Latency hefur allt að segja varðandi upplifun notenda á þeim þjónustum/síðum sem notaðar eru.

Gagnamagn

Áskriftin hjá Starlink innifelur ótakmarkað gagnamagn (e. unlimited data) en það er undir fair usage policy (ekki forgangs data).

Sem sagt ef einhver borgar aukalega fyrir forgang þá eðli málsins samkvæmt þá þurfa pakkar frá öðrum notendum (sem borga ekki aukalega fyrir forgang) að bíða þar til kemur að þeim sem bitnar á hraða og eykur latency.

Skilmálar Starlink virðast gera þeim nokkuð auðvelt fyrir lækka nethraða til notenda eða jafnvel slökkva á netaðgangi tímabundið ef þeir telja notendur nota óeðlilega mikið.
Mætti leiða að því líkur að Starlink geri þetta til þess selja notendum “forgangs” gagnamagn ??

“….network management policies when the demand for network resources actually exceeds supply, and allowing users to choose among Service Plans at various price points depending on how much prioritized Service is right for their needs.”
Starlink Fair Use Policy – Starlink

Það er sem sagt hægt að kaupa forgangs gagnamagn (Priority data) til viðbótar við mánaðaráskrift sem ætti að gefa betri upplifun en fæst í standard pakka.

  • 40GB kosta 10.000 (verð á GB 250 krónur)
  • 1TB kostar 25.300 (verð á GB 25,3 krónur)
  • 2TB kostar 50.600 (verð á GB 25,3 krónur)
  • 6TB kostar 152.000 (verð á GB 25,3 krónur)

*mánaðargjald – öll verð án skatta – sótt 06.08.2024
https://api.starlink.com/public-files/FairUsePolicy.pdf

Hvað þarf mikið gagnamagn?

Það er vitanlega misjafnt milli heimila/notenda en ef heimili er með myndlykill eða notar netstreymi eins og Netflix, Youtube þá þarf að taka það með í reikninginn. Samkvæmt þjónustuborði Vodafone (sambærilegt hjá Símanum reikna ég með) notar myndlykill frá 0.7GB til 10GB á klukkustund, allt eftir því hvernig hann er stilltur.

  • 720p notar sirka 0.7 – 1GB á klukkutíma.
  • 1080p notar 1.5GB – 2.5GB á klukkutíma
  • 4K upplausn notar sirka 7 – 10GB á klukkutíma.

Ef horft er á netsjónvarp eins og Youtube eða Netflix má til einföldunar segja að gagnamagnið sé svipað þar.

Þess fyrir utan þarf gagnamagn til að opna venjulegar heimasíður eins og Facebook og það allt saman….

Verð

Startkostnaður fyrir heimili virðist vera fyrir disk, festingar og 45m kapall vera um 80.000 plús sendingarkostnaður.
Síðan þarf að huga að uppsetningu á loftnetinu og stilling á disknum til að besta móttökuna.

Niðurstaða

Starlink er frábær lausn og mér að vitandi standa þeir tækilega framar flestum sem veita internet yfir gerfihnattasamband. Ef ég skoða tæknileg og líklega skynsemis hliðina þá má segja að Starlink sé frábært, ef sæstrengir rofna allir eða það sé ekki möguleiki á ljósleiðara, annars ekki…. punktur

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira