Heim Ýmislegtsnjalltæki Home Assistant og UniFI G4 Dyrabjalla

Home Assistant og UniFI G4 Dyrabjalla

eftir Jón Ólafsson

Við höfum fengið ansi jákvæð viðbrögð við umfjöllun okkar á UniFi G4 dyrabjöllunni frá Netkerfum sem birtist um helgina.

Fyrirspurnir hafa snúist um söluaðila á Íslandi, verð, virkni, skjáskot úr myndavél og síðan hvort vélin gangi inn í einhver af þessum snjallkerfum sem vinsæl eru í dag.
Ég hef sjálfur verið að nota ókeypis kerfi sem heitir Home Assistant síðustu mánuði en með einfeldni má segja að HA sé snjallmiðja sem önnur snjallkerfi tala við, hvort sem það er Hue ljós, Shelly rofar eða snjallhátalarar. Það er því bara eitt viðmót og þaðan hægt að stýra öðrum kerfum.

Eins og segir í umfjöllun þá kemur UniFi G4 dyrabjallan í staðinn fyrir Nest Hello bjöllu sem ég var að leggja af. Það var ekki hefðbundin dyrabjalla heima hjá mér, það var einfaldlega ekki lagt að henni og Nest Bjallan var hringdi því bara í Google Mini hátalara þegar þrýst var á hnappinn…. einfalt og gott en hvernig tækla ég þetta með UniFi bjöllunni?

Ég er með UniFi Protect viðbót (HACS) í Home Assistant sem sýnir myndavélar í HA viðmótinu, les hreyfiskynjara o.s.frv. en um leið og dyrabjallan var tengd UniFi Protect þá kom vélin inn í Home Assistant. Til viðbótar þá kom hún með 11 nýja sensora sem ég gat notað í kerfinu.

Sá sem ég var að leita að er “binary sensor” sem nemur þegar ýtt er á hnappinn á bjöllunni en þegar virknin á honum var staðfest (staðan var open þegar smellt er á hnappinn) þá var bara að búa til aðgerð sem fór í gang þegar þrýst var á hnappinn.

Milli 07:00 og 22:00 vil ég að dyrabjallan hringi í Google mini eins og Nest Hello gerði og til viðbótar vildi ég sjá tilkynningu á sjónvarpinu mínu sem keyrir á Android TV.

Hér má svo sjá hvernig þetta lítur út þegar búið er að græja til sjálfvirkni í Home Assistant:

Það stendur ekki “dingla” lengur…. búinn að laga það 🙂

Síðan er að gera aðra sjálfvirkni sem er virk milli 22:00 og 07:00 en þá vil ég bara fá tilkynningu í sjónvarpið og blikka einum lampa hjá mér en hann er “snjallvæddur” með Shelly rofa.

Til að fá tilkynningar í sjónvarpið þá setti ég upp app í Android TV sjónvarpinu sem heitir “Notifications for Android TV” en síðan talar Home Assistant beint við það yfir LANið hjá mér… þarf enga skýjatengingu í þetta en hér má sjá nánar um þetta integration. Næsta verk er að bæta mynd við tilkynningu svo það sjáist mynd af þeim sem hringir bjöllunni.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira