UniFi ViewPort er nokkuð spennandi græja sem ég hef beðið eftir að prófa. Þetta er græja sem getur t.d. hentað æði vel þegar fyrirtæki eru með UniFi eftirlitsmyndavélar og vilja láta þær sjást á skjá.
Hingað til hef ég leyst óskir fyrirtækja um svona lausn með Raspberry Pi eða SSF tölvu. Núna er loksins er komin lausn sem hefur þann eina tilgang að taka við straumi frá eftirlitsmyndavélum og birta á skjá.
UniFi ViewPort getur sýnt allt að 16 vélar og býður uppá afspilun í allt að 4K @ 30 ramma á sekúndu. Tengist við LAN með GB PoE porti (802.3af) og er með auka LAN porti ef þú vilt t.d. líka snúrutengja sjónvarpið við LANið.
–
Hér má sjá unboxing á græjunni ásamt uppsetningu og notkun á UniFi ViewPort..
–
Það ber að hafa í huga að UniFI ViewPort er ekki “stand-alone” græja þar sem hún tengist við og er sett upp í UniFI Protect kerfinu. Það kerfi er í dag fáanlegt á CloudKey Plus, DreamMachine Pro og UniFI Protect Network Recorder.
Takk Netkerfi og tölvur fyrir lánið á græjunni.