Ég rakst á frábæra færslu á Facebook sem ég fékk leyfi til að deila með ykkur. En Jon Helgason fékk símtal frá aðila sem þóttist vera að hringja frá Microsoft og að hann þurfti að laga tölvuna fyrir hann.
Jón er bara nörd… að eigin sögn og því ræsti hann upp Windows XP sýndarvél og ákvað að leika með honum og sjá hvernig þetta færi fram og hvernig fólk væri platað.
Hér má sjá myndbandið sem Jón gaf okkur góðfúslegt leyfi til að birta.
Hér er hluti af lýsing hans af Facebook á atburðarrásinni: “Fékk símtal í dag frá Microsoft á Íslandi og þeir þurftu að laga tölvuna. Og að sjálfsögðu fór púkinn í manni af stað og gömul Windows XP sýndarvél fíruð í gang og screenrecorder settur á. Ég náði ekki alveg að taka upp allt hljóðið, og það er aðeins sundurslitið, en hann var mjög ákveðin. Undir rest þá ákvað ég að fara vera dónalegur við hann og reka á eftir honum og í lok samtalsins sagði ég honum að hann væri “useless” og ég væri hættur…. Þá ákvað minn að vera snöggur og dulkóðaði vélina þannig að hún var læst. Að sjálfsögðu var síðan þessari sýndarvél á DMZ neti bara hent…. 🙂 Já ætli maður læri ekki af þessu að taka ekki símtöl frá Microsoft”
Það er margt, eða bara eiginlega flest allt við þetta myndband frábært…. eitt sem ég ætla að nýta mér allavega fyrir mína viðskiptavini er að sýna þeim þetta og biðja þá að leggja á um leið og svona símtal berst þeim. Einnig koma þarna fram vefslóðir sem farið er á til að sækja hugbúnað sem á endanum dulkóðar og læsir vél notenda.