Heim UmfjöllunUmfjöllun Fartölvur Microsoft Surface GO

Microsoft Surface GO

eftir Jón Ólafsson

Ég er búinn að vera með Surface GO vél að láni í dágóðan tíma og hef verið að mynda mér skoðum um þessa vél. Satt best að segja þá tók ég á móti vélinni með mjög litlar væntingar eftir ófarir forvera (lesist Windows RT vonbrigði) en þessi vél kom mér sannarlega skemmtilega á óvart..

Hvað er Surface GO?
Þetta er 10″ spjald- og fartölvu blendingur sem er samt “bara” venjuleg Windows 10 tölva. Óvenjuleg að því leyti að hún er mjög lítil, nett og létt á meðan hún keyrir fulla útgáfu af Windows 10 og því flest venjuleg Windows forrit.

Ég hef lengi verið Ultrabook notandi þó ég hafi aðeins beygt út af sporinu með P50 vélinni. Varðandi þægindi þá er eðlilega mun léttara að vera með Ultrabook vél í bakpokanum, að ekki sé talað um svona litla og létta vél en hún er rétt rúmlega 500 gröm.

Hönnun og vélbúnaður

Surface GO er hefðbundin Surface vél á flesta máta. Vélin er létt, stílhrein og virðist vera mjög vel smíðuð. Vélin er sterkbyggð að finna, massíf, svignar ekkert þó ég lyfti henni á einu horni og er allur frágangur á helstu samskeytum, val á efni o.s.frv. mjög vandað.

Vélin er með 10″ PixelSense skjá sem styður 1800 x 1200 punkta upplausn en vélin er með innbyggðu Intel HD 615 skjákorti sem ræður þokkalega við alla létta vinnuvinnslu ásamt mjög léttu leikjaspileríi.

Helstu stærðir:
Breidd: 24,5 CM
Hæð: 17,5 CM
Þykkt: um 0,83 CM
Þyngt: 522gr

Surface GO er mjög svipuð eins og aðrar Surface vélar eins og fyrr segir, fyrir utan að vera ekki jafn breið og aðeins hærri.

Vélin sem ég prófaði er með 64GB eMMC hörðum disk sem samsvarar sér vel með þessari vél. Samt er gott að hafa í huga að eMMC diskar er hægvirkari en SSD diskar sem eru í stærri vélunum.

Vélin er með 4GB vinnsluminni sem dugar svo sem í flest en er sem ekki mikið á flesta mælikvarða. Hún er með Intel Pentium Gold örgjörva sem keyrir á allt að 1.6GHz en hann er 14 nm með 4MB Cache.

Hér má sjá fleiri myndir af Surface GO

Það verður seint sagt að þessi örgjörvi sé einhver vinnuþjarkur en í daglegri notkun spólar vélin sig ótrúlega vel í gegnum helstu verkefni en í vinnu þá þarf notandi að muna að hún er ekki hönnuð í þyngri vinnslu. Flest forrit sem ég prófaði virkuðu ágætlega og var almenn upplifun á stýrikerfinu og notkun jákvæð og góð.

Surface GO er með ágætis myndavél fyrir ofan skjáinn sem dugar vel í myndsamtöl. Þessi frammyndavél er með 5MP og tekur upp 1080p myndbönd. Surface GO er einnig með 8MP vél sem snýr frá notenda en hún tekur einnig upp 1080p myndbönd. Báðar vélarnar sinna sínu hlutverki ágætlega, gefa ágætis myndir í myndsamtölum við góð birtuskilyrði en ströggla við lélega birtu.

Tengimöguleikar

  • Surface connect dokkutengi
  • 1x USB-C (3,1)
  • 1x 3,5mm Audio
  • 1x microSDXC kortarauf

Merkilegt að sakna hefðbundins USB tengis á svona spjaldtölvu meðan aðrar vélar eins og t.d. iPad er ekki með svoleiðis. Það er bara eitthvað skrítið við Windows vél sem er ekki með USB tengi. Vélin er með Bluetooth 4.1 ásamt þráðlausu netkorti sem styður ac/a/b/g/n.

Rafhlaða, lyklaborð og mús

Surface GO er með mjög góða rafhlöðuendingu en samkvæmt Microsoft er hún uppgefin fyrir allt að 9 klst myndbandsafspilun. Ég svo sem staðfesti það ekki í mínum prófunum en í stuttu máli þá er ég mjög ánægður með rafhlöðuendinguna.

Ég notaði vélina helst í létta vinnu á kvöldin heima við og síðan bara media (Netflix, Sarpurinn og Plex) og netspec og þurfti ég aldrei að spá í rafhlððuendingu, hún virtist duga endalaust.

Þar sem að Surface GO er sannarlega ultra portable vél þá skiptir rafhlöðuending miklu máli enda hönnuð fyrir heima notendur, eða fólk sem er á flakki og ekki bundnir við skrifborð.

Surface GO er með hefðbundnu Surface lyklaborði sem “festist” við vélina með segli. Hann er sterkur og heldur lyklaborðinu vel þó svo að flakkað sé með vélina og einnig gerir hann það mjög einfalt að smella lyklaborðinu á vélina. Á lyklaborðinu sem síðan snertimús en hún með frekar litlum snertifleti. Músin er því ágæt í reddingar en ekki svo í lengri notkun.

Hljóð og mynd

Skjárinn er eins og fyrr segir með 10″ PixelSense sem styður 1800 x 1200 punkta upplausn (217 PPI). Texti og myndir komu vel út á þessum skjá og virkaði hann í alla staði vel. Hann er bjartur og með ágætlega vítt áhorfshorn þannig að notendur þurfa ekki endilega að sitja beint fyrir framan hann til þess að gæði myndarinnar haldi sér.

Hátalarar eru tveir og gefa þeir þolanlegan hljóm hvort sem hlustað er á tónlist eða bíómyndir. Almennt finnst mér hátalarar í spjaldtölvum lélegir vegna stærðar þeirra en þessir hátalarar eru það næsta iPad gæðum sem ég hef heyrt.

Margmiðlun

Þar sem Surface GO er bara venjuleg PC tölva þá gat ég spilað allt margmiðlunarefni hvort sem það var netstreymi, af netdrifum eða minniskortum. Vélin er nægilega öflug til að lesa og spila allt margmiðlunarefni sem ég prófaði.
Það þarf svo sem ekkert að fara nánar í þetta þar sem öll upplifun var á pari við það sem ég hef prófað í venjulegum PC vélum.

Hugbúnaður og samvirkni

Vélin kemur með Windows 10 Pro og með sáralítið af forritum umfram það. Með Office 365 áskrift þá er vélin klár í flest öll verkefni hvort sem það er í vinnunni, heima fyrir eða í skólanum.

Ég setti þetta upp: Office 365 pakkann, Chrome, Adobe Writer, Tweeten, Skype, TeamViewer, WinRar, Cisco VPN o.s.frv til að prófa. Í stuttu máli þá virkaði allt, vélin merkilega spræk og skemmtileg í alla staði.

Eins og venjulega þá skrái ég mig inn með Microsoft notandanum mínum og við það breytast allar stillingar á þann veg sem ég vil hafa þær, enda notandinn minn hýstur í skýinu hjá Microsoft og samstillir hann sig við aðrar Windows tölvur sem ég nota.

Niðurstaða

Niðurstaðan er nokkuð einföld þó að fyrirfram hafi ég ekki séð þetta fyrir mér. Mér líkaði vel við vélina en helstu kostir fyrir mig er hönnun, hversu létt hún er og að hún keyri fulla útgáfu af Windows og geti því keyrt öll forrit. Rafhlöðuending er mjög góð, vélin er létt og mjög sexy í alla staði.

Þrátt fyrir að þessi týpa af Surface GO sem aflminni en tölvur sem ég hef verið að nota þá kom hún mér samt á óvart. Þetta er vél sem ég gæti hugsað mér að eiga og nota heima við í létta vinnu, taka með mér á fundi eða einfaldlega til að horfa á eitthvað sniðugt netstreymi.

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira